Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 54

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 54
„A EG AÐ VERA MEÐ ÞVILIKUM KERLINGUM I BEKK?" í skólann haustið '75 af því ég var orðin ófrísk. Ég ætlaði að taka mér frí eitt ár, en þau urðu aðeins fleiri ... Ég átti annað barn '77 og flutti í sveit, var allt í einu orðin bóndakona ... Og svo átti ég [orðið] þrjú börn árið '91 þegar ég heyrði að fjarnám var byrjað í Fósturskólanum ... þá fékk ég öll plöggin, en það varð ekkert úr því. Og svo bara þegar tímar liðu, dóttir mín var flutt að heiman og sonurinn fermdur og svona, þá bara hugsaði ég: Jæja það er annað hvort nú eða ekki. Og svo sótti ég bara um '99 og byrjaði. Þegar þátttakendur ræddu um viðbrögð nánasta umhverfis við því að þeir væru að fara í leikskólakennaranám höfðu þeir nokkuð misjafna sögu að segja eftir því hver bakgrunnur þeirra var. Þær sem höfðu stúdentspróf höfðu yfirleitt fengið neikvæð viðbrögð. Þær konur sem höfðu ekki lokið stúdentsprófi og höfðu á sínum tíma átt erfitt uppdráttar í skóla töluðu hins vegar um að þær hefðu fengið jákvæð viðbrögð frá sínu fólki þegar þær fóru í námið. Það er einkum þrennt sem virtist einkenna þau viðbrögð sem stúdentarnir fengu. I fyrsta lagi fannst fólki staða þessa náms vera léleg og furðaði sig á að þær veldu að fara í leikskóiakennaranám þar sem launin væru lág. í öðru lagi fannst þeim lítill skilningur vera á því að þær þyrftu á háskólagráðu að halda til að vinna í leikskóla með litlum börnum. Einn yngri nemanna sagði: Já maður fékk nú reyndar að heyra það: Ætlarðu að fara í svona láglauna- stétt? Eða: Hvað ertu að fara að læra að snýta og skeina? Ein eldri kvennanna, sem var með stúdentspróf, sagði: Tengdamóðir mín sem er að verða 72 ára, henni finnst þetta skrýtið að kona sem er búin að ala upp þrjú börn skuli ætla að drífa sig í skóla til að læra að passa börn. I þriðja lagi töluðu eldri konurnar um að mörgum hafi fundist það óþarfa brölt hjá konum sem komnar voru á tiltölulega þægilegt skeið í lífi sínu að setjast á skólabekk. Ein úr eldri hópnum sagði að fólki hefði fundist að nú ætti hún að fara að hafa það gott. Börnin komin á legg og þá ætti hún ekki að vera streða í námi. Hún hefði verið spurð að því hvort hún væri ekki komin á leikhúsaldurinn. Nemendahópurinn Aldursmunur nemendanna var töluvert mikill. Þeir yngstu voru um tvítugt og höfðu nýlokið stúdentsprófi er þeir hófu námið, en þeir elstu voru á sextugsaldri og höfðu ekki verið í skóla í yfir 20 ár. Eldri nemunum fannst þessi aldursmunur ekki skipta miklu máli og sögðust ekkert sérstaklega hafa fundið fyrir þessum aldursmun. Þeir hefðu unnið lengi í leikskólum þar sem mikið væri um ungt fólk. ] háskólaumhverf- inu höfðu þeir aftur á móti áhyggjur af því að þeir töluðu of mikið í tímum og væru að skemma fyrir þeim yngri með því. Yngri nemendurnir töluðu hins vegar um að í 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.