Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 109
HANNA RAGN ARSDOTTIR
og hæfni og mörg hafi þróað með sér jákvæð viðhorf til skóla og náms. En reynslan
af undirbúningsbekknum hafi ekki verið jafn jákvæð fyrir öll börnin. Skólamenning-
in og uppeldisleg orðræða skólastofunnar hafi leitt til aðgreiningar og lagskiptingar
og ýtt undir þann ójöfnuð sem börnin hafi sýnt af sér í upphafi skólagöngu, þ.e. við-
mið qg ríkjandi hugmyndir skólans hafi fyrst og fremst verið byggð á og miðuð við
enska millistéttarmenningu og að nokkru leyti í andstöðu við heimamenningu barn-
anna. Enn er of snemmt að segja hver árangur bamanna fjögurra sem fjallað er um í
grein þessari verður í íslensku skólakerfi í framtíðinni. Hins vegar er full ástæða til
að grandskoða samspil heimamenningar erlendra barna og skólamenningar - að
greina aðstæður barna í upphafi skólagöngu sem og ríkjandi viðhorf í skólunum.
Varhugavert er þó að alhæfa um stöðu barna út frá menningu og trúarbrögðum ein-
göngu, eins og áður hefur verið nefnt. Slíkt eykur hættu á að bilið milli heimila og
skóla breikki. Vænlegra er að stuðla að traustu og virku foreldrasamstarfi þar sem
skilningur og virðing ríkir. Traust samstarf foreldra og skóla ætti að auðvelda mála-
miðlun ef árekstrar verða. Einna mikilvægast er þó að leita leiða til að viðurkenna þá
hæfileika sem felast í fjölmenningarlegri vitund og næmi. Námsmat þyrfti einnig að
endurskoða, þar sem hefðbundið námsmat í formi prófa og kannana í tilteknum
fögum metur ekki hæfileika nemenda nema að takmörkuðu leyti. A þetta við um alla
nemendur.
LOKAORÐ
í grein þessari hefur verið rætt um hluta niðurstaðna rannsóknar á samspili heimila
erlendra barna og skóla. Fjallað hefur verið um hugsanleg áhrif þessa samspils á
stöðu barnanna í upphafi skólagöngu og á fyrstu árum hennar. Foreldrar barnanna
eiga það sameiginlegt að vera jákvæðir gagnvart skólunum og gera kröfur til mennt-
unar barna sinna. Þeir bera skólastarf á Islandi sarnan við skólastarf sem þeir hafa
reynslu af í upprunalöndum sínum. Börnin búa við nokkra félagslega einangrun í
skólunum sem foreldrar barnanna taka með þolinmæði en óska þess að þessi ein-
angrun minnki. Foreldrarnir beita sér þó ekki sérstaklega í því sjálfir. Staða barnanna
í upphafi skólagöngu, einkum grunnskólabarnanna, er verri en staða jafnaldra þeirra
almennt, þar sem þau hafa ekki nægilega íslenskukunnáttu til að eiga samskipti við
jafnaldrana og tileinka sér námsefni á íslensku. Þó að þau hafi fjölmenningarlega vit-
und eða næmi og færi sig á milli menningarheima í daglegu lífi er sá hæfileiki enn
lítils metinn í íslensku skólakerfi. I stefnuskrám er talað um menningarlegan fjöl-
breytileika sem auðlind en í námsmati er hann lítils virði.
Margs er að gæta ef byggja á upp góð samskipti foreldra og skóla. Ef ekki er að
gætt er hætt við að staða barnanna í samfélaginu sem minnihlutahópa geti haft var-
anleg áhrif á skólagöngu þeirra og að einangrun þeirra frá íslenskum jafnöldrum
aukist. Staða þeirra ákvarðast ekki síst af ófullnægjandi íslenskukunnáttu, þó börnin
hafi margvíslega aðra hæfileika og grundvallarþekkingu í allt að þremur öðrum
tungumálum. Mikilvægt er að leita leiða til að viðurkenna fjölbreytta og fjölmenning-
arlega hæfni sem hæfileika og auðlind. Huga þarf að skólum sem samfélögum þar
sem fjölbreytileiki mannlífsins fær að blómstra og er metinn að verðleikum.
107