Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 109

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Page 109
HANNA RAGN ARSDOTTIR og hæfni og mörg hafi þróað með sér jákvæð viðhorf til skóla og náms. En reynslan af undirbúningsbekknum hafi ekki verið jafn jákvæð fyrir öll börnin. Skólamenning- in og uppeldisleg orðræða skólastofunnar hafi leitt til aðgreiningar og lagskiptingar og ýtt undir þann ójöfnuð sem börnin hafi sýnt af sér í upphafi skólagöngu, þ.e. við- mið qg ríkjandi hugmyndir skólans hafi fyrst og fremst verið byggð á og miðuð við enska millistéttarmenningu og að nokkru leyti í andstöðu við heimamenningu barn- anna. Enn er of snemmt að segja hver árangur bamanna fjögurra sem fjallað er um í grein þessari verður í íslensku skólakerfi í framtíðinni. Hins vegar er full ástæða til að grandskoða samspil heimamenningar erlendra barna og skólamenningar - að greina aðstæður barna í upphafi skólagöngu sem og ríkjandi viðhorf í skólunum. Varhugavert er þó að alhæfa um stöðu barna út frá menningu og trúarbrögðum ein- göngu, eins og áður hefur verið nefnt. Slíkt eykur hættu á að bilið milli heimila og skóla breikki. Vænlegra er að stuðla að traustu og virku foreldrasamstarfi þar sem skilningur og virðing ríkir. Traust samstarf foreldra og skóla ætti að auðvelda mála- miðlun ef árekstrar verða. Einna mikilvægast er þó að leita leiða til að viðurkenna þá hæfileika sem felast í fjölmenningarlegri vitund og næmi. Námsmat þyrfti einnig að endurskoða, þar sem hefðbundið námsmat í formi prófa og kannana í tilteknum fögum metur ekki hæfileika nemenda nema að takmörkuðu leyti. A þetta við um alla nemendur. LOKAORÐ í grein þessari hefur verið rætt um hluta niðurstaðna rannsóknar á samspili heimila erlendra barna og skóla. Fjallað hefur verið um hugsanleg áhrif þessa samspils á stöðu barnanna í upphafi skólagöngu og á fyrstu árum hennar. Foreldrar barnanna eiga það sameiginlegt að vera jákvæðir gagnvart skólunum og gera kröfur til mennt- unar barna sinna. Þeir bera skólastarf á Islandi sarnan við skólastarf sem þeir hafa reynslu af í upprunalöndum sínum. Börnin búa við nokkra félagslega einangrun í skólunum sem foreldrar barnanna taka með þolinmæði en óska þess að þessi ein- angrun minnki. Foreldrarnir beita sér þó ekki sérstaklega í því sjálfir. Staða barnanna í upphafi skólagöngu, einkum grunnskólabarnanna, er verri en staða jafnaldra þeirra almennt, þar sem þau hafa ekki nægilega íslenskukunnáttu til að eiga samskipti við jafnaldrana og tileinka sér námsefni á íslensku. Þó að þau hafi fjölmenningarlega vit- und eða næmi og færi sig á milli menningarheima í daglegu lífi er sá hæfileiki enn lítils metinn í íslensku skólakerfi. I stefnuskrám er talað um menningarlegan fjöl- breytileika sem auðlind en í námsmati er hann lítils virði. Margs er að gæta ef byggja á upp góð samskipti foreldra og skóla. Ef ekki er að gætt er hætt við að staða barnanna í samfélaginu sem minnihlutahópa geti haft var- anleg áhrif á skólagöngu þeirra og að einangrun þeirra frá íslenskum jafnöldrum aukist. Staða þeirra ákvarðast ekki síst af ófullnægjandi íslenskukunnáttu, þó börnin hafi margvíslega aðra hæfileika og grundvallarþekkingu í allt að þremur öðrum tungumálum. Mikilvægt er að leita leiða til að viðurkenna fjölbreytta og fjölmenning- arlega hæfni sem hæfileika og auðlind. Huga þarf að skólum sem samfélögum þar sem fjölbreytileiki mannlífsins fær að blómstra og er metinn að verðleikum. 107
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.