Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 15

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Blaðsíða 15
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR OG KRISTÍN L I L J A GARÐARSDÓTTIR tengist sjálfsmynd ungs fólks, er búist við að þeir unglingar sem telja sig búa í senn við samheldni og viðurkenningu við 14 ára aldur hafi besta sjálfsálitið við bæði 14 og 21 árs aldur. Þá er búist við að þeir unglingar sem upplifa í senn sálræna stjórn og litla samheldni við 14 ára aldur hafi lakasta sjálfsálitið við bæði 14 og 21 árs aldur. Sjálfsálit eftir aldri og kynferði. Búist er við að ungmennin hafi lakara sjálfsálit á 15. aldursári en þegar þau er á 22. aldursári (Simmons og Rosenberg, 1975). Einnig er þess vænst að stúlkur hafi lakara sjálfsálit en piltar á 15. aldursári en minni munur komi fram á sjálfsáliti þeirra á 22. aldursári (Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling o.fl., 1999). ADFERD Þátttakendur Rannsóknin náði til allra reykvískra unglinga sem skráðir voru í 9. bekk vorið 1994, en það voru 1430 nemendur. 1293 nemendur (51% stúlkur) tóku þátt í rannsókninni. Svarhlutfall var 91%. Þátttakendum liefur verið fylgt eftir síðan og nú síðast fór gagnasöfnun fram síðari hluta árs 2001 þegar þátttakendur voru á 22. aldursári. Þá náðist í 995 þátttakendur (57% stúlkur) sem er um 70% þeirra sem þátt tóku árið 1994. I úrvinnslu voru eingöngu notuð svör við spumingalistum frá þeim sem til náðist bæði við 14 og 21 árs aldur og svöruðu spurningum þess hluta rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar. Fjöldi þeirra var 485 (60% stúlkur). Mælitæki Sjálfsálit. Sjálfsálit var metið með mælingunni „Rosenberg self-esteem scale" (Rosen- berg, 1965). Kvarðinn mælir hvers virði einstaklingurinn telur sig vera. Dæmi um staðhæfingar eru: „Eg hef marga góða eiginleika" og „Ég get gert margt jafnvel og aðrir." Kvarðinn samanstendur af 10 ati'iðum sem eru mæld á fjórskiptum kvarða, frá „mjög sammála" (1) til „mjög ósammála" (4). Lægsta gildi kvarðans (1) bendir til lélegs sjálfsálits en hæsta gildi hans (4) bendir til góðs sjálfsálits. Areiðanleiki endurtekinnar prófunar á kvarðanum er 0.85 eftir tvær vikur og hefur hann háa fylgni við aðra sjálfsálitskvarða (Silber og Tippett, 1965). í þessari rannsókn var innri stöðugleiki kvarðans 0,89 árið 1994 og 0,87 árið 2001 (alfastuðull), sem er heldur hærra en það sem Rosenberg (1985) hefur fengið í rannsóknum sínum (um 0,85). Fylgni á milli sjálfsálits við 14 ára og 21 árs aldur var .62. Uppeldishættir. Uppeldisaðferðir foreldra voru mældar með kvörðum Lamborn og félaga (1991). Mælingarnar nefnast „viðurkenning", „samheldni" og „hegðunar- stjórn". I þessari rannsókn er samsetning kvarðanna „viðurkeiming" og „samheldni" notuð til að skilgreina uppeldishættina: (1) viðurkenning og mikil samheldni, (2) við- urkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn og mikil samheldni og (4) sálræn stjórn og lítil samheldni. Eins og fram hefur komið er sálræn stjórn andstæða viðurkenn- ingar. Viöurkenning (12 spurningar, M=0,78, SF=0,13, Spönn: 0,44-1,00, alfa = 0,72) metur 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.