Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Side 15
SIGRÚN AÐALBJARNARDÓTTIR OG KRISTÍN L I L J A GARÐARSDÓTTIR
tengist sjálfsmynd ungs fólks, er búist við að þeir unglingar sem telja sig búa í senn
við samheldni og viðurkenningu við 14 ára aldur hafi besta sjálfsálitið við bæði 14 og
21 árs aldur. Þá er búist við að þeir unglingar sem upplifa í senn sálræna stjórn og
litla samheldni við 14 ára aldur hafi lakasta sjálfsálitið við bæði 14 og 21 árs aldur.
Sjálfsálit eftir aldri og kynferði. Búist er við að ungmennin hafi lakara sjálfsálit á 15.
aldursári en þegar þau er á 22. aldursári (Simmons og Rosenberg, 1975). Einnig er
þess vænst að stúlkur hafi lakara sjálfsálit en piltar á 15. aldursári en minni munur
komi fram á sjálfsáliti þeirra á 22. aldursári (Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling o.fl.,
1999).
ADFERD
Þátttakendur
Rannsóknin náði til allra reykvískra unglinga sem skráðir voru í 9. bekk vorið 1994,
en það voru 1430 nemendur. 1293 nemendur (51% stúlkur) tóku þátt í rannsókninni.
Svarhlutfall var 91%. Þátttakendum liefur verið fylgt eftir síðan og nú síðast fór
gagnasöfnun fram síðari hluta árs 2001 þegar þátttakendur voru á 22. aldursári. Þá
náðist í 995 þátttakendur (57% stúlkur) sem er um 70% þeirra sem þátt tóku árið 1994.
I úrvinnslu voru eingöngu notuð svör við spumingalistum frá þeim sem til náðist
bæði við 14 og 21 árs aldur og svöruðu spurningum þess hluta rannsóknarinnar sem
hér er til umfjöllunar. Fjöldi þeirra var 485 (60% stúlkur).
Mælitæki
Sjálfsálit. Sjálfsálit var metið með mælingunni „Rosenberg self-esteem scale" (Rosen-
berg, 1965). Kvarðinn mælir hvers virði einstaklingurinn telur sig vera. Dæmi um
staðhæfingar eru: „Eg hef marga góða eiginleika" og „Ég get gert margt jafnvel og
aðrir." Kvarðinn samanstendur af 10 ati'iðum sem eru mæld á fjórskiptum kvarða, frá
„mjög sammála" (1) til „mjög ósammála" (4). Lægsta gildi kvarðans (1) bendir til
lélegs sjálfsálits en hæsta gildi hans (4) bendir til góðs sjálfsálits.
Areiðanleiki endurtekinnar prófunar á kvarðanum er 0.85 eftir tvær vikur og hefur
hann háa fylgni við aðra sjálfsálitskvarða (Silber og Tippett, 1965). í þessari rannsókn
var innri stöðugleiki kvarðans 0,89 árið 1994 og 0,87 árið 2001 (alfastuðull), sem er
heldur hærra en það sem Rosenberg (1985) hefur fengið í rannsóknum sínum (um
0,85). Fylgni á milli sjálfsálits við 14 ára og 21 árs aldur var .62.
Uppeldishættir. Uppeldisaðferðir foreldra voru mældar með kvörðum Lamborn og
félaga (1991). Mælingarnar nefnast „viðurkenning", „samheldni" og „hegðunar-
stjórn".
I þessari rannsókn er samsetning kvarðanna „viðurkeiming" og „samheldni"
notuð til að skilgreina uppeldishættina: (1) viðurkenning og mikil samheldni, (2) við-
urkenning og lítil samheldni, (3) sálræn stjórn og mikil samheldni og (4) sálræn stjórn
og lítil samheldni. Eins og fram hefur komið er sálræn stjórn andstæða viðurkenn-
ingar.
Viöurkenning (12 spurningar, M=0,78, SF=0,13, Spönn: 0,44-1,00, alfa = 0,72) metur
13