Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 118
NÁMSSTÍLL NOKKURRA FJARNEMENDA
Upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu
Margir fjarkennarar vísa í svonefnt tölvustutt samvinnunám þegar fjallað er um
hönnun námsumhverfis í fjarnámi. Nokkrar kenningar eru taldar hafa sett mark sitt
á tölvustutt samvinnunám. Þær eru m.a. félagsleg hugsmíðahyggja og kenningar Lev
Vygotskys um þróun mannlegrar greindar.
Gavriel Salomon (1991) var meðal þeirra fyrstu til að fjalla um tölvustutt sam-
vinnunám. Hann bendir á að og ef tölvustudd samvinna eigi að heppnast þurfi
ákveðin skiiyrði að vera til staðar. Fyrsta skilyrðið er að hugsa um námsumhverfi í
heild sinni. Með því á hann við að hugsað sé um alla þætti námsumhverfisins, t.d.
námskrána, viðfangsefni nemenda, skilning nemenda á markmiðum námsins, félags-
lega virkni nemenda, framkomu kennarans o.fl. Annað skilyrðið að mati Garvriel
Salomons er að þeir sem taka þátt í tölvustuddu samvinnunámi þurfi að hafa sam-
eiginlega hagsmuni hópsins í huga, geta deilt upplýsingum með öðrum, hafa ábyrgð-
artilfinningu gagnvart því verki sem þeir vinna og vera aðgætnir í þátttöku sinni.
Hann leggur mesta áherslu á að þátttakendur hafi sameiginlega hagsmuni og séu
tengdir innbyrðis. Þeir deili innan hópsins nauðsynlegum upplýsingum, skoðunum,
hugmyndum og niðurstöðum (Wilhelmsen, Ásmul og Meistad, 1998).
CPF-ramminn
Tölvur og netið eru mikilvægur þáttur í nútímafjarnámi og þess vegna er fjallað sér-
staklega um notkun netsins í námi og kennslu við KHI. I rannsókninni er Computer
Practice Framework (CPF)-ramminn notaður til að greina hvernig fjarnemendur og
fjarkennarar við KHÍ nota upplýsinga- og samskiptatækni í námi og kennslu. CPF-
ramminn hefur verið notaður til að greina upplýsinga- og samskiptatækni í staðnámi
á mismunandi skólastigum með góðum árangri (Twining, 2002). Með CPF-ramman-
um er hægt að greina hversu mikið tölvan er notuð daglega og á hvaða hátt tölvan er
notuð. Sem námstæki getur tölva nýst í mismunandi tilgangi:
a. Til stuðnings (e. support). Sama innihald og vinnuferli; gæti verið skilvirkari aðferð
til náms en breytir ekki innihaldi námsins.
b. Til útvíkkunar (e. extension). Öðruvísi innihald og vinnuferli, en ekki nauðsynlegt
að nota tölvur.
c. Til umbreytingar (e. transformation). Öðruvísi innihald eða vinnuferli, en nauðsyn-
legt að nota tölvur; innihald eða vinnuferli breytast til muna vegna tölvunotkunar
(M. Allyson Macdonald o.fl., 2002; Twining, 2002).
Þær rannsóknir, sem hér hefur verið minnst á, sýna aukinn áhuga fræðimanna á að
kanna nánar námsstíl og námsumhverfi fjarnemenda.
Markmið þessarar rannsóknar var að fá nokkra fjarnemendur á háskólastigi til
þess að lýsa námsstíl sínum, umhverfi og aðstæðum til náms, að kanna hvort tengsl
séu milli fjarnáms sem námsforms og námsstíls fjarnemenda, að kanna námsum-
hverfi fjarnemenda við KHJ og notkun upplýsinga- og samskiptatækni í námi og
116