Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Síða 14
UPPELDISHÆTTIR FORELDRA OG SJÁLFSÁLIT hafa tengsl ofangreindra uppeldisaðferða við aðlögun ungmenna ekki verið könnuð eftir að þau eru komin fram yfir tvítugt (Baumrind, 1971; Brown, Mounts, Lamborn og Steinberg, 1993; Lamborn o.fl., 1991; Gray og Steinberg, 1999). Þessi langtímarannsókn hefur því þann kost að hægt er að bera saman sjálfsálit fólks á tveimur æviskeiðum, sem eru um margt ólík, hvað varðar uppeldishætti for- eldra, þ.e. annars vegar á unglingsaldri og hins vegar á fyrri liluta fullorðinsára. í Ijósi þess að samskipti foreldra og barna breytast alla jafna frá því sem þau voru á ung- lingsárum (Thornton, Orbuch og Axinn, 1995), teljum við mikilvægt að skoða þau tengsl sem uppeldishættir foreldra hafa við sjálfsálit fólks þegar komið er fram yfir tvítugt. Ef uppeldishættir foreldra á fyrri hluta unglingsára reynast enn tengjast sjálfsáliti þeirra á þrítugsaldri ættu þær upplýsingar að benda enn frekar til hve upp- eldi foreldra er mikilvægt. Sjálfsálit ræðst að sjálfsögðu af fleiru en uppeldi (Devine, Compton og Forehand, 1994). Rannsóknir á þessu sviði hafa t.d. verið gagnrýndar fyrir að taka ekki tillit til lundernis unga fólksins (Harris, 1998). Með lunderni (temperament) er átt við eðlis- lægan einstaklingsmun á viðbrögðum og sjálfstjórn (Rothbart, 1994). Niðurstöður rannsókna benda til þess að lunderni tengist sjálfsáliti í bernsku, á seinni hluta ung- lingsára og fyrri hluta fullorðinsára (Keogh, Pullis og Cadwell, 1982; Klein, 1992). Þá virðast lunderniseinkenni barna tengjast uppeldisaðferðum foreldra (Crockenberg, 1986). í þessu ljósi er í rannsókninni tekið tillit til lundernis ungmennartna þegar tengsl milli uppeldishátta foreldra og sjálfsálits þeirra eru athuguð. Almennt benda niðurstöður rannsókna til þess að sjálfsálit fólks sé lakara á ung- lingsárum en í bernsku og á fullorðinsárum (t.d. Simmons og Rosenberg, 1975). Langtímarannsóknir á þróun sjálfsálits hafa margar hverjar sætt þeirri gagnrýni að borin séu saman meðaltöl stórra hópa og sjáist því fræðimönnum yfir hve sjálfsálit getur verið mismunandi eftir hópum, t.d. eftir fjölskylduaðstæðum og því hvort stúlkur eða piltar eiga í hlut (Hirsch og Dubois, 1991). í þessari rannsókn tökum við ákveðin skref til að svara þessari gagnrýni með því að skoða þróun sjálfsálits yfir til- tekið tímabil eftir kynferði og uppeldisháttum foreldra. I flestum rannsóknum kemur fram að sjálfsálit stúlkna sé lakara en pilta á fyrri og miðhluta unglingsára (Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling, Hyde, Showers og Buswell, 1999). { lok unglingsára og á fyrri hluta fullorðinsára virðist aftur á móti draga úr þessum kynjamun þó að hann mælist enn (Baldwin og Hoffmann, 2002; Kling o.fl., 1999). Hér á landi benda niðurstöður rannsókna til þess að mat drengja á aldrinum 7-12 ára á námshæfni sinni og hæfileikum sé jákvæðara en stúlkna á sama aldri (Sigrún Aðalbjarnardóttir, 1988) og að 18 ára piltar séu ánægðari með hæfileika sína en stúlkur á sama aldri (Guðný Guðbjörnsdóttir, 1994). Þróun sjálfsálits stúlkna og pilta hefur ekki áður verið athuguð hér á landi með hliðsjón af uppeldisháttum foreldra og ætti því rannsóknin einnig að vera mikilvægt framlag til þeirrar umræðu. Tilgátur Uppeldisliættir og sjálfsálit. í ljósi niðurstaðna rannsókna (Barber o.fl., 1994; Gray og Steinberg, 1999), sem benda til að uppeldisaðferðirnar samheldni og viðurkenning 12 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.