Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 70

Uppeldi og menntun - 01.01.2004, Qupperneq 70
FORSPÁRGILDI MÁLÞROSKAMÆLINGA andi á leikskólaaldri þegar barnið á að hafa náð grunnfærni í tungumálinu til að gera sig skiljanlegt og til að skilja aðra. Oft hafa foreldrar og kennarar áhyggjur af því að seinn málþroski á leikskólaaldri verði langvarandi og hafi áhrif á væntanlega skóla- göngu barnsins. Þeir velta fyrir sér hvort barnið muni einhvern tíma ná þokkalegum tökum á tungumáiinu, verða skýrmælt, fá góðan orðaforða og hvort þessir erfiðleikar munu koma fram í lestrarnámi og öðru námi barnsins. Foreldrar reyna að örva málþroska barna sinna eftir bestu getu, m.a. með því að tala við börnin sín, lesa fyrir þau og leiðbeina þeim um málfar. Börn sem eru sein til máls fá oft sérstaka málörvun í leikskóla og talþjálfun hjá talmeinafræðingum að undangenginni greiningu. Frávik í málþroska eru oft flokkuð sem málhömlun eða málþroskaraskanir. Börn með málþroskaraskanir eða málhömluð börn geta verið með mjög slakan málskilning og/eða máltjáningu. Þau eru oft lengi að læra ný orð og eiga erfitt með að segja skipulega frá í málfræðilega réttum setningum. Mörg þeirra eru einnig með frávik í framburði. Til eru mismunandi gerðir af frávikum í málþroska en ekki verður fjallað nánar um þau hér. Langtímarannsóknir ó mólþroskaröskunum Síðustu ár hafa verið gerðar nokkrar rannsóknir þar sem börnum með mál- þroskaraskanir hefur verið fylgt eftir frá því að þau voru í leikskóla fram í grunnskóla og jafnvel fram á fullorðinsár. f þessum rannsóknum hefur verið kannað hvort og þá hversu langvinnar málþroskaraskanirnar eru og hver séu tengsl málþroskaraskana við lestrarerfiðleika og námsárangur (Beitchman, Wilson, Brownlie, Walters og Lancee, 1996; Bishop og Adams, 1990; Catts, 1993; Catts, Fey, Tomblin og Zhang, 2002; Johnson o.fl., 1999; Silva, McGee og Wiiliams, 1983; Stothard og Hulme, 1995; Young o.fl., 2002). í rannsókn Silva og félaga (1983) voru börnin athuguð við þriggja, fimm og sjö ára aldur og skoðað hversu langvinnar málþroskaraskanirnar voru og hvort og þá hvaða samband var á milli málþroskaraskana, greindarþroska og lestrarerfiðleika við sjö ára aldur. í ljós kom að börnum sem voru með einhvers konar málþroskaraskanir var hættara við lestrarerfiðleikum en samanburðarhópnum, sérstaklega þeim börnum sem sýndu bæði frávik í máltjáningu og málskilningi. Beitchmann og félagar (1996) birtu niðurstöður úr langtímarannsókn frá Kanada þar sem 142 málhömluðum fimm ára börnum var fylgt eftir og þau borin saman við sambærilegan hóp barna sem var með miðlungs eða góðan málþroska. Niðurstöður sýndu að börn sem voru með margháttuð málþroskafrávik við fimm ára aldur sýndu áfram slakan mál- og vitsmunaþroska við 12 ára aldur en börn sem voru með af- markaða tjáningarerfiðleika eins og framburðarfrávik náðu að yfirvinna þessa erfið- leika (Beitchman o.fl., 1996). Börnunum var fylgt frekar eftir og þau athuguð við 19 ára aldur og í ljós kom að börn með slakan almennan málþroska við fimm ára aldur voru með marktækt slakari námsárangur í þeim greinum sem voru athugaðar. Það voru lestur, réttritun og stærðfræði (Young o.fl., 2002). í samantekt á nýlegum langtímarannsóknum á málþroskafrávikum komust Tomblin og félagar að þeirri niðurstöðu að tal- og málþroskaraskanir gætu verið 68
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.