Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 23
Æ G I R
45
Tafla XVI. Síldveiðin 1944.
-ö tJO XO Ö 2 2 2 o s 2 73
T3 o w >—<
73 CS ÍS X c •— £ 2 o •rp 'Ö u 2 o i T3 C3 s xO H
>4 ‘O ~ C3
C/5 >■ cr* m C/3 73 on
tn. tn tn. tn. tn. tn. tn. tn. tn.
Strandir » 324 864 » 369 » » 1 557 380 609
Siglufjörður, Sauðárkrókur. » 459 11 646 7 560 4 024 2 601 1 770 28 060 861 641
Evjafj., Húsavik, Rauf.h. . » 50 1 699 1 313 377 310 » 3 749 1 070 466
Austfirðir » » » )) » )) )) )) 42 491
Suðurland 1 814 )) )) )) )) )) » 1 814 »
Lokaskýrsla 1944 1 814 833 14.209 8 873 4 770 2 911 1 770 35 180 2 355 207
Lokaskýrsla 1943 8 830 1 448 19 203 15 534 3 732 2 587 2 346 53 680 1 895 395
Lokaskýrsla 1942 10 714 73 7 070 28 874 402 )) 2 415 49 548 1 544 159
ferðir voru kryddsíld, sykursíld og flökun.
Var lítið eitt meira kryddað og sykur-
saltað en árið áður, en aftur minna flakað.
Eins og áður var langmestur hluti Norð-
urlandssíldarinnar verkaður á Siglufirði,
en smáslattar á ýmsum stöðum. Um 82%
var verkað á Siglufirði, næst kom Akur-
eyri með tæp 6%, Drangsnes 4% o'g aðrir
staðir, svo sem Sauðárkrókur, Hrísey, Dal-
vík og Húsavík, með enn minna.
Sú breyting varð á síldarsölunni frá ár-
inu áður, að um vorið stofnuðu síldarsalt-
endur, sem réðu yfir 86% af saltsíldar-
magninu frá árinu áður, með sér samlag
til sölu á saltsíld.
Síldarútvegsnefnd átti aftur að sjá um
sölu á þeirri síld, sem saltendur utan sam-
lagsins kynnu að salta.
Síldarútvegsnefnd ákvað þó lágmarks-
verð á fersksíld til söltunar og lágmarks-
verð á saltsild til útflutnings.
Var lágmarksverðið á fersksíld hið sama
og árið áður, eða sem hér segir, miðað við
Y\ tunnu:
1. Venjuleg saltsíld .......... kr. 25.00
2. Hausskorin saltsíld .......... — 30.00
3. Matjessíld ................... — 30.00
4. Kryddsíld .................... — 30.00
3. Sykursíld .................... — 30.00
6. Síldarflök ................... — 54.00
7. Uppmæld tunni til flökunar — 24.00
Lágmarksútflutningsverðið var sömu-
leiðis hið sama og árið áður eða eins og
hér segir pr. Yx tunnu:
1. Venjuleg saltsíld ...... U.S. $ 22.50
2. Hausskorin síld ............ — - 25.00
3. Matjessíld ................. — — 27.50
4. Kryddsíld .................. — - 31.00
5. Sykursild .................. — — 27.50
6. Saltsíldarflök ............. — — 53.00
7. Kryddsíldarflölc ........... — — 63.00
Nokkrir erfiðleikar virtust ætla að,
verða á því að selja síldina í Bandaríkj-
unum, sem eru eini markaðurinn, er við
getum snúið okkur til eins og nú standa
sakir. Að lokum tókst þó að selja alla síld-
ina til svonefndrar hjálparstofnunar hinna
sameinuðu þjóða (UNRRA) fyrir sama
verð og selt hafði verið fyrir árið áður.
Flökin voru þó seld öðrum aðilum 1
Bandaríkjunum.
Um söltun á Faxasild var, svo sem áður
segir, mjög lítið. Voru aðeins saltaðar 1814
tn., en 8830 tn. árið áður. Fór söltunin naír
eingöngu fram á Akranesi eins og áður, og
var ÖIl síldin söltuð í ágúst og september.
Engin erlend skip stunduðu síldveiðar
við landið um sumarið, að undanteknum
færeyskum leiguskipum, eins og undan,-
farin sumur. Voru þau 8 að tölu og nam
samanlagður afli þeirra 64 895 málum, en
á fyrra ári voru þau 4 og aflinn 35 702
mál.