Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 52

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 52
74 Æ G I R nianni cá Kyrrahafsvígstöðvunum, eða alls !>6 smál. á ári. Vitanlega er ])á allt talið nieð smátt og stórt.“ „Birgðaflutningarnir aukast hröðum skrefum, þeim mun lengra sem við sækj- um frá aðalbirgðastöðvum okkar“, heldur flotaforinginn áfram í skýrslu sinni, sem hann gaf 23. maí síðastl. í Pearl Harbour. „Og enn reynir það mjög á flutningakerf- ið, að hver unninn bardagi á leiðinni vest- ur þarfnast um 50% meiri birgðir, en fer lil undirbúnings hans. Niðurstaðan verður því þessi: Það þarf 480 Liberty skip, hvert 10 þús. rúml., til ]>ess að annast flutninga handa 100 000 manns í eilt ár, og er þá gert ráð fyrir, að hvert skip fari tvær ferðir fram og til haka á ári. En í Atlantshafssiglingum fer hvert skip 4—5 ferðir á ári.“ Flutningaþörfin í stríðslok svipuð og mest á friðartímum? Sennilega mun hermannafjöldinn í Ev- rópu minnka töluvert eftir ósigur Þýzka- lands. En flutningaþörf hersins verður þó lengi vel mikil meðan verið er að fækka hermönnum og meðan skipti fara fram á þeim her, sem fyrir er, og nýæfðum her, sem sendur verður frá Bandaríkjunum. Þar við bætist, að flotinn hafði um 1.5 milljónir manna i sjóhernaði og um sama leyli voru um 900 000 menn fullæfðir og tilbúnir til að leysa aðra af eða fara hvert á land, sem hernaðaryfirvöldin ákveða. Engar opinberar skýrslur liggja fyrir um flutningsþörfina, þegar hernaðarbákn- inu verður umskipað frá Evrópu til Kyrra- hafsvígstöðvanna. En af upplýsingum frá Gaffney flotaforingja og' öðrum heimildum má ráða, að hún verði ekki minni en allur skipaflutningurinn á friðartíma. Á sama tíma og þessir óhemju flutn- ingar fara fram, sem eingöngu eru hern- aðarlegs eðlis, verða bandamenn að sjá um flutning á 40 millj. smál. til Bretlands- eyja, en það eru nauðsynjar íbúanna þar. Til samanburðar má geta þess, að árið 1938 var flutningurinn til Bretlandseyja meira en 50 millj. smál. Skipastóll, sem er um 8 milljónir rúmlesta annast nú hrá- efria- og' vöruflutninga til Bretlandseyja. Aðflutningarnir til Bretlandseyja eru þýð- ingarmestir að frátöldum hernaðarflutn- ingunum. En skip banðamanna liafa í fleiri horn að líta. Aðflutningar sjóleiðis til Bandaríkjanna voru uin 20 millj. smál. 1943. Mest af þessu var að vísu flutt með skipum, sem voru á heimleið til Ameríku eftir her- gagnaflutninga. Þá er þess enn að geta, að með frelsun Evrópu hætist bandamönnum enn þungar byrðar. Árið 1938 var flutt til meginlands Evrópu um 26 millj. smál. af 75 vöruteg- undum, þar með ekki talið timbur eða olía. Sennilega mnn Þýzkaland fá að bíða eftir að þörfum þess verði fullnægt, en inn- flutningur þess sjóleiðis var um 5 inillj- ónir smál. Sem heild mun meginlandið nú orðið vera meira sjálfbjarga en áður, en mjög hefur þar gengið á eldri birgðir, og þörfin fyrir aðdrætti á alls konar vörum er orðin mjög brýn. Ætla má, að nota þurfi að minnsta kosti % hluta af skipastól heims- ins til þess að annast aðflutning fyrir megilandið og Bretlandseyjar. Til þess að ljúka styrjöldinni við Japan verður enn að halda áfram skipasmíðum í stórum stíl, og gæta ítrustu sparneytni og hagsýni í notkun þess skipastóls, sem fyrir er. Vandainálið við endurskipulagningu skipasmíðanna og skyldan iðnað kemur því ekki til kasta lyrr en að Kyrrhafs- styrjöldinni lokinni. (Þýtt úr Barron’s National Business and Fin- ancial Weekly 2. okt. 1944.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.