Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 55

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 55
Æ G I R 77 fisk, sem verið hefur 3 mánuði i geymslu, þó ekki fyrr en 1. okt. 1945. Ráðgert er, að nokkuð af þessum flök- um fari til Frakklands og Hollands. Umboðsmönnum frystihúsa og skipa- eigenda verða send afrit af samningi þess- um. Enn fremur hefur verið samið um sölu á allri þessa árs framleiðslu af sildarlýsi og því síldarmjöli og fiskmjöli,1) sem flutt kann að verða út, við sama verði og skil- málum og í fyrra, að því viðbættu, að allt fiskmjölið er selt við sama verði og síldar- mjölið.“ Samningur þessi er talinn mjög viðun- anlegur, því að ýmsir voru þeirrar skoð- unar, að eigi mundi takast að selja afurð- irnar við svipuðu verði og síðastliðið ár. Ætla má, að með þessum samningi séu seldar sjávarafurðir fyrir 110—120 millj. króna. í byrjun árs fór samninganefnd héðan til Svíþjóðar. í henni voru Stefán Jóhann Stefánsson, alþingismaður, Arent Claessen, stórkaupmaður og Óli Vilhjálmsson, sem er fulltrúi Sambands ísl. samvinnufélaga i Kaupmannahöfn. Verkefni nefndarinnar var tvenns konar, að útvega útflutnings- lcyfi frá Svíþjóð fyrir vörum, sem við þurf- um að kaupa þaðan og gera samninga um kaup á slíkum vörum og selja Svíum af- urðir, sem við framleiðum. Útflutningsleyfi fengust fyrir mörgum vörutegundum, svo og tré- og stálskipum, og verður vikið að því nánar síðar. 'Samið var. um innflutningsleyfi til Sví- þjóðar á 125 þúsund tunnum af síld. Leggja Svíar tunnurnar til sjálfir og flytja þær hingað, jafnframt sækja þeir síldina hingað á eig'in skipum. Þetta er að sjálf- sögðu því skilyrði bundið, að hægt verði að hefja siglingar milli Jandanna eigi síðar en um mitt sumar. Telur samninganefnd- in, að verðið, sem fyrir síldina fæst, sé mjög gott. Svíar bjóða sig og reiðubúna til að Togari seldur. Síðastliðið sumar keypti Ólafur S. Ein- arsson útgerðarmaður í Keflavík togarann Hafstein frá Hafnarfii'ði, en eigandi hans var þá H/f. Marz í Hafnarfirði (aðalhlut- hafar Loftur Bjarnason Hafnarfirði, Tryggvi og Ólafur Ófeigssynir Reykjavík). Nú nýverið hefur Ólafur selt Hafstein ný- slofnuðu útgerðarfélagi, er heitir Vestri h/f. Hluthafar þess eru: Eirikur Guð- mundsson, Jón Franklín, Jón Kjartansson, Sigurjón Sigurðsson og Þorvaldur Step- hensen. Árni Ingólfsson, sá er um nokk- urt skeið var með togarann Skutul, hefur nú tekið við skipstjórn á Hafstein. kaupa ýmsar aðrar sjávarafurðir, ef um semdist, svo sem harðfisk, þorskhrogn, síldarlýsi og lítilsháttar til reynslu af hrað- frystum fiski og saltfiski. Ekki hefur verið samið um verð á út- flutningsvörum frá Svíþjóð né á íslenzk- um vörum, að síldinni undanskildri. Að svo komnu er því ekki unnt að segja hvað það kanfi að verða, en Svíar bentu á, að við fengjum vörur frá þeim, er ekki hefði hækkað meira en 40—70% síðan 1939, en hins vegar hefðu þær vörur, sem íslend- ingar vildu selja, hækkað um mörg hundr- uð prósent. Sendimáður frá stjórn Finna kom á fund ísl. sendinefndarinnar og tjáðu henni, að Finnar vildu m. a. kaupa af okkur síld og freðfisk, en láta i staðinn síldartunnur og símastaura. Um þá hluti var engin ákvörðupn tekin, því að nefndin hafði ekki umboð til að ræða við Finna um viðskiptamál. 1) Hér er einungis átt við vélþurrkað fiskmjöl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.