Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 38

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 38
60 Æ G I R BrJrggjjm með fyllingu er áætluð kr. 260 þús. krónur. 11. Vitabyggingar. Á Garðskaga var reistur nýr viti á árinu og kemur hann í stað gamla vitans. Var gamli vitinn orðinn mjög lélegur, þ. e. a. s. vitaturninn, svo að eigi þótti annað óhæit en reisa nýjan turn. Er viti þessi 25 m hár. Lokið var við byggingu nýja vitaturns- ins á Akranesi í stað gamla vitans. Er hæð hans 21 m, en ljóstækin eru enn ókomin. Enn fremur var lokið byggingu vita- turnsins á Digranesi, og er hann 15 m hár. Vantar sömuleiðis í hann Ijóstækin. Vitaturninn á Bjarnareg var endur- byggður og notuð i hann sömu Ijóstækin og voru í gamla vitanum. Turn fyrir nýjan vita var reistur í Æðeg við ísafjarðardjúp. Er hæð hans 11,5 m. Enn hefur eigi tekizt að fá Ijóstæki í þá vita, sem vantar þau, en tryggð munu hafa verið kaup á þeim í Svíþjóð, og nást þau þá heim, þegar er styrjöldinni lýkur. Eru það allmargir vitar, sem þannig er ástatt um. 12. Landhelgisgæzla og björgunarstarfsemi. Ægir var á árinu 1944 hvergi staðbund- inn við gæzlu í lengri tima, enda var skipið oftast við ýmiss konar flutninga, aðallega á olíu fyrir fiskiskipaflotann. Enn fremur var skipið töluvert við björgunar- starfsemi. Það veitti 7 innlendum fiskibát- um (vélbátum) beina aðstoð. Átti þátt í björgun erlends botnvörpungs og aðstoð- aði annan, veitti auk þess tveim stærri skipum dráttarhjálp. Óðinn var nokkuð við gæzlu í Faxaflóa í jan. og febrúar, en fór til austurlandsins seint í febr. og var þar við gæzlu, aðallega á Hornafirði, þar til viku af apríl. Fór þá til Vestmannaeyja og var þar við gæzlu um hálfsmánaðartíma. Fyrstu 3 vikurnar af maí var skipið við flutninga, þar af hálfan tímann í ferðum milli Akraness og Reykjavíkur, vegna vöntunar á öðru skipi. Um mánaðamótin maí—júní var skipið um vikutima við gæzlu í Faxaflóa og tók þá hollenzka botnv. „Utrecht“ að veið- um í landhelgi. Var botnv. dæmdur í kr. 29 500.00 sekt, auk þess sem afli og veiðar- færi voru gerð upptæk (metið á kr. 11 500.00). Um miðjan júní aðstoðaði Óð- inn við að ná á flot erlendum botnvörp- ungi, er strandað hafði á suðurströndinni. Laust fyrir júnílok fór Óðinn norður fyrir land og var þar við gæzlu og sumpart við sjómælingar fram undir miðjan sept. Koin þá suður til Reykjavíkur og var eftir þetta, fram til áramóta, nokkuð við gæzlu í Faxa- flóa og flutninga vestan lands. Á árinu veitti Óðinn 17 fiskibátum (vélbátum) beina aðstoð. Sæbjörg var aðallega við gæzlu i Faxa- flóa fyrri hluta ársins, fram til 3. júní. Við flutninga frá 23. júni til 8. júlí. Við gæzlu og sjómælingar norðan lands frá miðjum júlí til 23. okt. Eftir það, í nóv. og des., nokkuð við gæzlu í Faxaflóa. Á árinu veitti Sæbjörg 37 fiskibátum (vélbátum) beina aðstoð. Hún 'tók einn innlendan botn- vörpuveiðabát með ólöglegan umbúnað veiðarfæra í landhelgi, og var hann dæmd- ur í 6000.00 kr. sekt. Vestfjarða-gæzliibálur m/b Richard var Icigður til gæzlu á Vestfjörðum frá árs- byrjun lil aprílloka, og annaðist það starf ásamt því að fara nokkrar flutningaferðir fyrir Vestfirðinga. Frá 21. okt. til ársloka var m/b Huginn við Vestfjarðagæzluna. Á árinu veittu Richard og Huginn 6 fiskibát- um (vélbátum) beina aðstoð. M/b Fregja var leigð til landhelgisgæzlu í Faxaflóa frá 19. júni til 18. okt. og ann- aðist þetta starf ásamt lítilsháttar frávik- um til flutninga. Varðskipin héldu enn áfram að sökkva tundurduflum, er fundust á reki á sigl- ingaleiðum umhverfis landið, en slíkum dufluni hefur þó farið mjög fækkandi siðan 1942.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.