Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 65

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 65
Æ G I R 87 það seldi og geymdi margvísleg matvæli. •íóhannes Nordal stjórnaði því lengst af og með ágætum eða um 40 ár, en þann tíma allan var það í eign íshúsfélagins. Þegar það hætti störfum, eignuðust starfsmenn þess húsið og nú um þessar mundir er verið að jafna seinustu leyfum þess við jörðu. Nú er að víkja að ísak og starfi hans í þágu íshúsanna. Eftir stutta viðdvöl í Reykjavík haustið 1894 hélt hann austur í átthaganna. Fór hann vestur og norður um land. í þessari ferð kom hann á Sauðár- krók og Akureyri og hreyfði íshúsmálinu á báðum stöðunum, en engir vildu sinna þvi. Þegar austur kom var ísak tekið vel og ýmsir höfðu áhuga fyrir hugmynd hans. Er slíkt naumast að furða, þegar það er haft í hug, hversu þar var þá ástatt. Um sumarið hafði alveg verið beitulaust á öll- um norðurfjörðunum, en hins vegar var nokkura síld að fá á Eskifirði, Reyðar- firði og Fáskrúðsfirði. En erfiðleikar á að ná í hana voru þeir sömu og þegar Isak hafði róið eystra. Nokkrir dugnaðarmenn hrutust í því eins og Jón Sveinsson áður, að láta flytja síldina á klakk sunnan úr Eskifirði og Reyðarfirði. Því líkir tilburðir með flutning á sild að sumri til voru svo fráleitir, að engum kom slíkt úrræði til hugar nema í brýnni neyð. Það var því mikið um það rætt haustið 1894, að Ausl- firðingar keyptu sér lítinn gufubát, er flytti beitu milli fjarðanna. Og nokkuru áður en ísak kom til landsins, hafði verið slungið upp á því, að útvegsmenn á Aust- fjörðum kæmu saman til fundar þá um haustið til þess að ræða um, hvernig unnt mundi að snúast við þeim erfiðleikum, sem beituskorturinn orsakaði. Jafn skjótt og ísak kom austur, héldu nokkrir útvegsbændur á Seyðisfjrði fund með sér að Dvergasteini, fyrir atbeina séra Rjörns Þorlákssonar. Var þar ákveðið að koma upp íshúsi á Brimnesi. Lofuðu menn fjárframlögum á fundinum og urðu þeir hæstir Sveinn Jónsson á Brimnesi og séra Rjörn á Dvergasteini, með 500 kr. hvor. Þegar eftir fundinn var byrjað að gera tjörn á Brimnesi með ístöku fyrir augum. Meðan ísak var í suðurferðinni létu bræðurnir Konráð og Vilhjálmur á Brekku í Mjóafirði gera tóft, þar sem þeir hugðu að veita í vatni og taka síðan ís. Snenuna næst vor byrjuðu þeir að reisa íshús og var þvi lokið 16. maí. Var það fyrsta is- húsið, er tók til starfa austanlands. Noltk- uru síðar var folllokið við húsið á Brim- nesi. í lok ársins 1895 voru komin 7 ishús á Austfjörðum. Voru þrjú þeirra við Seyð- isfjörð (Brimnesi, Búðarej'ri og Þórarins- staðeyruih) 1 í Mjóafirði, 1 á Vopnafirði, 1 á Norðfirði, 1 á Fáskrúðsfirði og það átt- unda var byggt á Eskifirði litlu síðar. Að- stoðaði ísak við allar þessar íshúsbygging- ar og tók að sér stjórn íshússins, sem Wathne átti á Búðareyri. Það kom skjótt í ljós eystra, hvílík þjóðnytja fyrirtæki ís- húsin voru. Nú gátu menn róið viku eftir viku, þótt ekki væri síld að fá úr sjó, og gefur auga leið, hve útgerðinni eystra var það mikilsvirði, þar sem um 1200 Sunn- lendingar unnu hjá henni upp á fast kaup, auk heimamanna. Reyndin varð og sú, að fyrstu árin eftir að ishúsin komu, aflaðist þriðjungi til helmingi meira en 10-—12 árin næstu á undan. Nokkuru eftir að Mjóafjarðarhúsið tók til starfa ritar Kon- ráð Hjálmarsson grein í Austra og segir þar meðal annars: „. . . Eftir minni stutlu reynslu á notkun íshúss og frosthúss1) og samkv. liinu framanskráða, verð ég að álíta, að það sé ekki aðeins ómaksins vert að byggja þau og nota heldur sé þeirra hin brýnasta nauðsyn i öllum fiskveiðistöðv- um Jandsins og þar í hin mesta trygging fyrir arðsamari atvinnu allra, sem af fisk- veiðuin lifa. Vil ég því hvetja alla þá, er fiskveiðar stunda hér á landi, til að koma þeim upp svo fljótt sem verða má, þar sem annars síld er notuð til beitu . . .“ Fyrri hluta árs 1896 ritar Sveinn Jóns- son á Brimnesi langan greinaflokk í 1) Frosthús voru nefjular tóftir þœr, sem vatn var veitt i, svo auðvelt væri um istöku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.