Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 53

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 53
Æ G I R 75 Frá Fæ reyjum. Eins og kunnugt er kom sendinefnd frá Eæreyjum hingað lil lands í janúar síð- astl. og var erindi hennar að semja um leigu á færeyskum skipum lil flutninga fyrir íslendinga. í nefnd þessari voru Johan Dahl, formaður nefndarinnar, Magnús Thórsheim, Daniel Klein og Thomas Thomassen. En lögfræðilegur ráðunautur nefndarinnar var Husted Andersen. Niðurstöður þessara samninga- umleitana eru löngu kunnar og verður eigi að þeim vikið hér. En meðan nefndin dvaldi hér, gafst Ægi tækifæri til að rabba við Johan Dahl forstjóra og Daniel Klein, íormann Sjóinannafélags Færeyja og spyrja þá almæltra tíðinda frá Færeyjum: Skipatjón Færeyinga undanfarin ár hel'ur verið geipilegl, því að síðan styrj- öldin hófst hafa þeir misst að minnsta kosti 48 skip. í stríðsbyrjun áttu þeir 10 togara, en eiga nú aðeins 5. Einn hefur ver- ið seldur lil Englands, en 4 hefur verið sökkt. Jafnskjótt og styrjöjdin hófst tók fyrir fiskveiðar í salt. Hal'ði það hin mikilvæg- ustu áhrif fyrir atvinnulífið í landinu, því að megin þorri þjóðarinnar liafði haft framfæri sitt af fiskveiðum og fiskverkun. Setuliðsvinna hefur reyndar jafnan verið nokkur þessi árin og stundum all mikil. Þá hefur nokkuð af Færeyingum sótt at- vinnu til íslands og loks liefur margt manna verið við isfiskflutninga á flota eyjaskeggja. Það er því naumast hægt að segja að um atvinnuleysi liafi verið að ræða og allra sízt á síðastl. ári, en þá var vinnan hvað mest hjá hernum. Hins vegar hafa tekjur flestra verið það lágar, að tæp- lega hefur verið liægt að lifa á þeim. ' Til þess að atvinnan við siglingarnar dreifðist sem mest, liefur verið komið á vinnujöfnuði. Þegar háseti ræðst í skip- rúm til siglinga, fær hann eins ltonar kort eða skömmtunarseðil stimplaðan al' yfir- völdunum og gefur það honum rétt til að sigla tvo túra. Með þessu fyrirkomulagi getur kútter, sem fer sex ferðir á ári, tekið alls 15 menn, auk skipstjóra og vélstjóra, en þeir eru ætíð þeir sömu. Þannig geta um tvö þúsund manns haft atvinnu við siglingar sem svarar tveim ferðum á ári, en það er aðeins um helmingur hinnar fullvöxnu sjómannastéttar Færeyinga. Hinir ungu Færeyingar eigi því yfirleilt ekki kost á því að venjast sjósókn sem áð- ur fyrr, vegna skorts á skipakosti. Hásetar fá 250 kr. i fastakaup á mánuði og 4% af meðaltali milli brúttó og nettó sölu. En kauptrygging lyrir ferð er 600 kr. Að meðaltali hafa laun háseta, er siglt hafa á kútterunum, verið 1400—1500 kr, fyrir ferð, en þeir, sem sigll hafa á skonn- ortunum, hafa fengið um 8000 kr. fyrir ferð. Ferðirnar hafa tekið misjafnlega langan tíma, fæstar skemur en mánuð og margar miklu lengur. — Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir lágu, þegar Ægir átti tal við þá Klein og Dahl, hafði floti Færeyinga alls farið 2820 ferðir til Bret- lands síðastl. 5 ár og selt þar fisk fyrir um 127 milljónir króna. í þessari upphæð er innifalið söluverðmæti ]æss fisks, er Fær- eyingar hafa keypt af íslendingum. Árabátum hefur mjög fækkað á stríðs- árunum, en opnum vélbátum fjölgað til muna. Bátar ])essir stunda veiðar við eyj- arnar, þegar því verður við komið svo og þeir þiljaðir bátar, sem Færeyingar eiga. Síðastl. ár öfluðu sex hinna þiljuðu báta fyrir rúmar 100 þús. kr„ en aðrir fyrir minna. Bátar þessir eru um 28 rúml. að stærð. Á þiljuðu hátunum og trillunum stunda margir skútumenn veiðar, þegar þeir eru ekki í siglingum. Færeyingar hafa mikinn hug á að bæta sér það skipatjón, er þeir hafa orðið fyrir styrjaldarárin. Þeir eru nú að láta smíða heima í Fsereyjum 5 báta, og er hver þeirra um 30 rúml. Þá er verið að smíða fyrir þá i Svíþjóð 5 70 rúml. báta. Heyrzt hefur og, að skipasmiðastöð ein í Danmörku sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.