Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 71
Æ G I R
93
Útgerðarmenn —
Vélgæzlumenn.
Hafið ávallt hugfast, aá megin-
atriáið til aá foráast vélbilun er
aá nota beztu fáanlegar
smurningsolíur.
í GARGOYLE -smurningsolfum
frá Socony Vacuum Oil Comp.
Inc. New York er alltaf aá finna
hina réttu olíu handa hverri vél.
H. Benediktsson & Co.
Sfmi: 1228. — Reykjavík.
Húsavik. Vertíð hófst um miðjan marz-
mánuð. Afli var mjög tregur, 1500—2000
l<g í róðri til jafnaðar.
í apríl var þó veiði miklu minni, 40—
1500 kg í róðri á 80 stokka af línu. Vegna
aflaleysis voru ekki farnir nema 5 róðrar.
Þórshöfn. Þar byrjuðu veiðar í april.
Aflalítið var lengst af. Fimm opnir vél-
l'átar fóru nokkra róðra og öfluðu alls 20
siuál., er var látið i hraðfrystihúsið.
Austfirðingafjórðungur.
Hornnfförður. Gæftir voru afleitar í
febrúar. Að meðaltali voru farnir 11 róðr-
{*r. Mestur afli í róðri var um 14 smál.;
yfirleitt máttu aflabrögð teljast í meðal-
l«gi. í lok mánaðarins kom talsverð loðnu-
gengd. Línutap var lítið, mest 16 línur á
l'át. Aflinn var allur látinn í fiskflutninga-
skip. Ekki var um að ræða róðra annars
staðar í fjórðungnum í þessum mánuði
nema þá aðeins til að fá í soðið.
í marz voru fremur stirðar gæftir. Mest
voru farnir 20 róðrar, en 16—17 að meðal-
tali. Mestur afli í róðri var 14.3 smál. Fisk-
urinn var allur fluttur út ísaður. Alls
hlóðu 25 fiskflutningaskip í mánuðinum.
Nokkuð veiddist af loðnu til beitu. Alls
töpuðust 285 linur fjögra og fimm
strengja.
Sæmilegar gæftir voru í april, en þó kom
ógæftakafli um miðjan mánuðinn, er
hamlaði veiðum í nokkra daga. Sjóferða-
fjöldi var 15 að meðaltali. Afli var mjög
misjafn eða 2—22 skpd. í róðri. Að meðal-
tali öfluðu bátar um 120 skpd. í mánuðin-
um. Loðna veiddist ekki í apríl. Var því ein-
göngu beitt frosinni síld, er keypt var frá
Húsavík, Raufarhöfn og' Faxaflóa. Veiðar-
færatjón var fremur lílið.
Djúpivogur. Þar byrjuðu ekki róðrar
fyrr en undir marzlok, og átti gæftaleysi
sök á því að svo var. Sex bálar fóru 4 róðra
með handfæri. Aflinn var saltaður.
í apríl voru stirðar gæftir, en góðfiski,
er á sjó gaf. Meðal sjóróðrafjöldi var 12—