Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 61

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 61
Æ G I R 83 en síld. ísak fullyrðir, að frá því á vorin að vertíð hófst og þar til á haustin að hætta varð vegna beituleysis, hafi helming- ur tímans farið til einskis vegna beitu- skorts. Árið 1878 gekk ísak í félag við 4 inenn og hófu þeir útgerð á Brekku í Mjóa- firði. Isak var formaður félags þessa í tvö ár, en þá tók við Jón Sveinsson, frá Ell- iðavatni, bróðir Benedikts Sveinssonar (eldra) forseta. Jón var aðfaramaður, öt- ull og harðduglegur og lét einskis ófreist- að til þess að útvegurinn gengi sem bezt. Um 1880 var síld talin eystra svo ómiss- andi til beitu, að Jón lét sækja hana á hestum suður til Reyðarfjarðar og Eski- fjarðar. Nokkuru eftir þetta hætti að veið- ast sild í fjörðunum og lögðust Norðmenn þá frá. Gerðist þá öllu óhægra um beitu- öflun, og þó Austfirðingum tækist að veiða síld annað veifið, nýttist þeim aðeins að henni meðan hún var ný. Nú var útvegur- inn eystra orðinn sjálfstæður atvinnuveg- ur, sem bjó við dýrkeyptan mannafla, er sóttur var langt að. Hann þoldi því verr langar uppistöður en meðan liann var rekinn samhliða landbúnaði og á þeim tinia árs, þegar liann mátti helzt sjá af mannafla. Viðunanleg lausn á beituvand- ræðunum var því frumskilyrði þess, að unnt væri að halda útveginum áfram. Sú lausn gat naumast verið fólgin í öðru en því, að ný tegund beitu kæmi til skjalanna eða unnt væri að verja síldina skeinmdum, svo að ekki kæmi til beituskorts á þeim tímum, sem hún veiddist ekki. En hvorugt var fyrir hendi í bili. Mönnum blæddi í augum að sitja í landi vikum saman sum- arlangan góðviðrisdaginn og þeim var heldur ekki að skapi að leggja árar í bát, enda var þá fátt fyrir annað en áð láta herast með straumnum vestur um haf. ísak og Jón Sveinsson fluttu vestur til Ameríku árið 1887 og telur ísak beitu- vandræðin orsök þess, og sömu sögu hafi margir Austfirðingar, er vestur fluttu, haft að segja. Þegar vestur kom, mun ísalc hafa haft augun opin fyrir flestum nýjungum, ekki Tryggvi Gunnarsson. sizt þeim, er hann hugði mundi geta ráðið bót á vandkvæðum heima á íslandi. Þegar hann sá fyrsta íshúsið í West Selkirk og gaddfrosinn hyítfisk tekinn út úr því í sterkasta sólarhitanum, kom honum þegar til hugar, að þarna mundi fólginn galdur- inn til að geyma beituna, heima á íslandi. Haustið 1888 ritaði ísak Hjálmari föður- bróður sínum á Brekku í Mjóafirði um þessa nýjung, en fékk ekkert svar. Þá skrifaði hann ýmsurn fleirum atkvæða- mönnum á Austfjörðum, en það fór á sömu leið. Hvort hér hefur verið að verki hið alkunna ísl. tómlæti, eða sú skoðun, sem hér var almenn, að allt væri „hum- bug“, sem að vestan kæmi, er ekki unnt að átta sig á. En ísalc vildi ekki þar með gef- ast upp, þó að sveitungar hans vildu ekki sinna honum. Hann sneri sér því næst til Tryggva Gunnarssonar, er þá var kaup- stjóri Gránufélagsins. En ekki féldc ísak heldur svar úr þeirri átt. Leið nú nokkur tími, þar til ísak hreyfði þessu á ný. Sennilega hefur það verið snemma árs 1893, áð hann sendi Tryggva langa og ítar- lega skýrslu um málið, en Tryggvi var þá orðinn bankastjóri Landsbankans. En það fór á sömu leið og áður. Úr þvi að Tryggvi virtist ekki hafa áhuga fyrir þessu máli, þá var heldur ósennilegt, að auðvelt yrði að opna augu landsmanna fyrir þessari nýjung. Að lokum sneri ísak sér til kvenþjóðar- innar. Munu margir hyggja, að þýðingar- litið væri að leila þangað eftir stuðningi lil slíkra hluta. En það lánast þó. Seint á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.