Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 10

Ægir - 01.02.1945, Blaðsíða 10
32 Æ G I R Mestur hluti hennar var sumargotssíld og þar af leiðandi af allt öðrum uppruna en Norðurlands-síldin. Tæp 800 voru aldurs- ákvörðuð. Reyndist aldursamsetningin allt öðruvísi heldur en á Norðurlandssíldinni. Þar bar svo sem ekkert á 12 og' 14 vetra síld, en 10 vetra síld myndaði fjórð- ung aflans og gekk 0 vetra síld næst henni að mergð. Áta var rannsökuð á 3300 síldum á Siglufirði. Fyrst í júlí reyndist átumagnið allmikið, nokkuð yfir meðallag, en lækk- aði ískyggilega mikið um miðjan mánuð- ínn og hækkaði ekki aftur fyrr en undir lok júlímánaðar. Eftir það var átumagnið gott það sem eftir var sumarsins. Þess er loks að g'eta, að forstjóri Fiski- deildarinnar tók sér á hendur ferð til Randaríkjanna á árinu, til þess að kynna sér friðunarráðstafanir Bandaríkjanna á nytjafiskum og' annað, sein veit að fiski- rannsóknum, bæði við Atlants- og Kyrra- hafsströnd Bandarikjanna. Þá hefur Fiski- deildin sent frá sér tvær bækur á árinu: Norðurlands-síldina, eftir Árna Friðriks- son og Arðrán fiskimiðanna eftir dr. Russel, þýdda af Árna Friðrikssyni. Loks inætti telja bókina Kleifarvatn, eftir Geir Gígju, því þó að hún sé ekki gefin út á vegum Fiskideildarinnar, þá er þó efni- viðurinn til hennar þaðan kominn. a. Sunnlendingafjórðungur. Útgerðarþátttakan í Sunnlendingafjórð- ungi var nokkru meiri á vetrarvertíðinni en næstu vertíð á undan, en svipuð aðra tíma ársins (sbr. töflu V). Voru flest skip gerð út í marz 308 að tölu, en 295 í apríl árið áður. Togararnir í fjórðungnum, sem eru flestir í Reykjavík og' Hafnarfirði, voru allir gerðir út á árinu og flestir allt árið. Veiddu þeir í ís og' sigldu með aflann sjálfir, og mun þetta vera l'yrsta árið frá því styrjöldin hófst, að togararnir hafa engar aðrar veiðar stundað. Fleiri línugufuskip voru gerð út til fisk- ',eiða á þessu ári en á hinu fyrra, bæði á vetrarvertíðinni og' á sildveiðum. Voru þau að vísu öll í ísfiskflutningum á vertíðinni nema eitt, sem stundaði lóðaveiðar stuttan tíma. Sú aukna þátttaka, sem varð í útgerð- inni í Sunnlendingafjórðungi, einkum á vetrarvertíðinni, miðað við fyrra ár, kom einkum frá vélbátum yfir 12 rúml., en sá flokkur skipa er lang stærstur í l'jórðungn- um. Voru þeir flestir gerðir út í marz 198 að tölu, en í apríl árið áður 176. Einkum var þátttaka þeirra mun meiri framan af vertíðinni en árið áður, sem stafaði af því, að fleiri stunduðu nú lóðaveiðar, en þeir bátar hefja fyrr veiðar en ef stundaðar eru botnvörpu- eða dragnótaveiðar. Á tímabilinu frá vertíðarlokuin og fram að síldveiðum fækkaði þeim mjög, en á síld- veiðum fjölgaði þeim aftur. Um haustið að loknum síldveiðum, fækkaði þeim aft- ur, enda liggja þá flestir hinna stærri báta fram undir vetrarvertíð. Að þessu sinni \ar þó útgerð þeirra mun minni en ella vegna hernaðarsvæðis í Faxaflóa. Hefði vafalaust orðið allmikil útgerð stærri háta um haustið og framan af vetri, ef bann- svæði hefði eigi verið sett og skortur á veiðarfærum til lóðaveiða hefði eigi gert menn hikandi við að fara á veiðar fyrir aðalvertíðina. Útgerð þiljaðra vélbáta undir 12 rúmk var svipuð og á fyrra ári, mest á vetrarver- tiðinni og nokkuð um sumarið og fram a haustið. Fer þessum bátum yfirleitt fækk- andi og fáir bætasl við í hópinn í stað þeirra er hverfa. Eins og áður voru allmargir bátar, seni róðra stunduðu frá veiðistöðvum í fjórð- ungnum, komnir að úr öðrum landsfjórö- ungum. Sömuleiðis var nokkuð um það, að bátár færðu sig' til milli veiðistöðva innan ljórðungsins. Að venju voru aðkomubátarnir flestir í Sandgerði. Af 34 bátum, sem þaðan voru gerðir út á vetrarvertíð, voru 13 aðkoninh' úr öðrum landsfjórðungum. Voru a°" komubátarnir frá eftirtöldum stöðum: Garði 10, Eskifirði 4, Dalvík 3, Húsavík 3,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.