Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1945, Page 52

Ægir - 01.02.1945, Page 52
74 Æ G I R nianni cá Kyrrahafsvígstöðvunum, eða alls !>6 smál. á ári. Vitanlega er ])á allt talið nieð smátt og stórt.“ „Birgðaflutningarnir aukast hröðum skrefum, þeim mun lengra sem við sækj- um frá aðalbirgðastöðvum okkar“, heldur flotaforinginn áfram í skýrslu sinni, sem hann gaf 23. maí síðastl. í Pearl Harbour. „Og enn reynir það mjög á flutningakerf- ið, að hver unninn bardagi á leiðinni vest- ur þarfnast um 50% meiri birgðir, en fer lil undirbúnings hans. Niðurstaðan verður því þessi: Það þarf 480 Liberty skip, hvert 10 þús. rúml., til ]>ess að annast flutninga handa 100 000 manns í eilt ár, og er þá gert ráð fyrir, að hvert skip fari tvær ferðir fram og til haka á ári. En í Atlantshafssiglingum fer hvert skip 4—5 ferðir á ári.“ Flutningaþörfin í stríðslok svipuð og mest á friðartímum? Sennilega mun hermannafjöldinn í Ev- rópu minnka töluvert eftir ósigur Þýzka- lands. En flutningaþörf hersins verður þó lengi vel mikil meðan verið er að fækka hermönnum og meðan skipti fara fram á þeim her, sem fyrir er, og nýæfðum her, sem sendur verður frá Bandaríkjunum. Þar við bætist, að flotinn hafði um 1.5 milljónir manna i sjóhernaði og um sama leyli voru um 900 000 menn fullæfðir og tilbúnir til að leysa aðra af eða fara hvert á land, sem hernaðaryfirvöldin ákveða. Engar opinberar skýrslur liggja fyrir um flutningsþörfina, þegar hernaðarbákn- inu verður umskipað frá Evrópu til Kyrra- hafsvígstöðvanna. En af upplýsingum frá Gaffney flotaforingja og' öðrum heimildum má ráða, að hún verði ekki minni en allur skipaflutningurinn á friðartíma. Á sama tíma og þessir óhemju flutn- ingar fara fram, sem eingöngu eru hern- aðarlegs eðlis, verða bandamenn að sjá um flutning á 40 millj. smál. til Bretlands- eyja, en það eru nauðsynjar íbúanna þar. Til samanburðar má geta þess, að árið 1938 var flutningurinn til Bretlandseyja meira en 50 millj. smál. Skipastóll, sem er um 8 milljónir rúmlesta annast nú hrá- efria- og' vöruflutninga til Bretlandseyja. Aðflutningarnir til Bretlandseyja eru þýð- ingarmestir að frátöldum hernaðarflutn- ingunum. En skip banðamanna liafa í fleiri horn að líta. Aðflutningar sjóleiðis til Bandaríkjanna voru uin 20 millj. smál. 1943. Mest af þessu var að vísu flutt með skipum, sem voru á heimleið til Ameríku eftir her- gagnaflutninga. Þá er þess enn að geta, að með frelsun Evrópu hætist bandamönnum enn þungar byrðar. Árið 1938 var flutt til meginlands Evrópu um 26 millj. smál. af 75 vöruteg- undum, þar með ekki talið timbur eða olía. Sennilega mnn Þýzkaland fá að bíða eftir að þörfum þess verði fullnægt, en inn- flutningur þess sjóleiðis var um 5 inillj- ónir smál. Sem heild mun meginlandið nú orðið vera meira sjálfbjarga en áður, en mjög hefur þar gengið á eldri birgðir, og þörfin fyrir aðdrætti á alls konar vörum er orðin mjög brýn. Ætla má, að nota þurfi að minnsta kosti % hluta af skipastól heims- ins til þess að annast aðflutning fyrir megilandið og Bretlandseyjar. Til þess að ljúka styrjöldinni við Japan verður enn að halda áfram skipasmíðum í stórum stíl, og gæta ítrustu sparneytni og hagsýni í notkun þess skipastóls, sem fyrir er. Vandainálið við endurskipulagningu skipasmíðanna og skyldan iðnað kemur því ekki til kasta lyrr en að Kyrrhafs- styrjöldinni lokinni. (Þýtt úr Barron’s National Business and Fin- ancial Weekly 2. okt. 1944.)

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.