Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 3

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 3
Æ G I R MANAÐARRIT FISKIFÉLAGS ISLANDS 46. árg. I Reykjavík — nóvember — desember 1953 | Nr. 11-12 Fyrirheit nýs árs. Þegar litið er yfir skeið ársins 1953, að því er snertir sjávarútveginn, verður manni á að staldra við nokkur atriði. Það er almenn skoðun sjómanna, að þeg- ar á þessu ári hafi vottað greinilega fyrir árangri af útfærslu landhelginnar, svo að þess sé að vænta, að fiski verði mikil, áður langt líður undan. En meðan þessu fer fram, þverskallast Bretar við að kaupa af okkur isfisk og hyggjast með því ætla að neyða okkur til þess að breyta ákvörðun okkar um verndun fiskimiðanna. Tilraunir þær, sem George Dawson gerði til þess að kaupa ísfisk af ísl. skipum, hafa verið eyðilagðar, enda ekkert til sparað af hálfu brezkra tog- ui'aútgerðarmanna, að það mætti takast. Sjálfsagt er það von ýmissa i Bretlandi, að nú hafi verið reytt það höggið, sem nægi til þoss, að þrálát þjóð úti á íslandi láti af fyrirtekt sinni. En á því eru engar horfur, þótt erfiðlega kunni að blása með að hag- nýta afla togaranna, úr því að fullu fjarar undan ísfiskmarkaðinum í Bretlandi. Meðan á þessu stríði stendur, hefur það niarkverðast gerzt á árinu 1953, að tekizt hefur að gera stóran fisksölusamning við Ráðstjórnarríkin. Hann hefur meðal ann- ars átt drjúgan þátt í því, að togararnir ^afa uppistöðulaust getað stundað veiðar síðari hluta ársins sem fyrri helming. Þar sem horfur virðast góðar með sölu á freð- fiski og liklegt er að takast muni að halda þeim markaði fyrir harðfisk, sem náð var á árinu 1953, eru nokkrar horfur á, að togara- flotinn geti al!ur stundað veiðar hindrunar- laust og afli hans verið verkaður af ísl. höndum. Vitanlega er sú leið heillavænleg- ust, og hver veit nema deilan við Breta verði til þess, að staðfesta okkur á henni. Aldrei hafa jafnmikil brögð verið að því, og á nýliðnu ári, að ekki reyndist kleift að manna skipaflotann. Vinnan við sjó suð- ur hefur átt mestan þátt í því jafnframt hin- um lágu tekjum, sem fiskimenn hafa al- mennt haft. Sjómenn á vélbátaflotanum vilja ekki una sínum hlut, sem trauðla er að vænta, og hafa því neitað að byrja veið- ar nema fiskverðið verði hækkað. Þegar þetta er ritað, stendur enn deilan um það, hvernig fram úr máli þessu verði ráðið. Það er nauðsynlegt, að sjómenn hafi þær tekjur, að starfið á sjónum sé eftirsóknar- vert. Að sjálfsögðu ræður eftirspurnin eftir fiskafurðum okkar þvi, hve hátt fiskverð er hægt að greiða. En sé ekki hægt að bæta hag sjómanna með þeim hætti að hækka fiskverðið, verða aðrar leiðir að finnast til þess, því að ósanngjarnt er, að þeir sitji við lægra borð en aðrir. Árið 1954 hefur heilsað, og vafalaust eru við það bundin ýmis fyrirheit, svo sem jafn- an vill verða, þegar nýr tími heldur í hlað. Vísast er, að mörgum verði þá hugsað til deilunnar við Breta. Ekki er óliklegt, að hún leysist á hinu nýja ári, en fyrir ísl. atvinnu- líf væri sá greiði mestur af Breta hálfu, cf við á þeirri ferð gætum lagt grundvöll að því að vinna allan ísl. sjávarfeng í landinu sjálfu. Slíkur sigur yrði vafalaust meira virði en margur ætlar. L. K. Úigerð armenn! Veitið athygli augiýsingu frá stjórn Hlutatryggingasjóðs á næstu síðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.