Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 8

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 8
262 Æ G I R ur rekin, verður í höfuðdráttum framhald af starfi Rannsóknarstofu Fiskifélagsins og dr. Sigurðar Péturssonar, gerlafræðings. í sambandi við rannsóknarstofurnar verður aðstaða til þess að prófa fóðurgildi fisk- mjöls og annarra fóðurefna úr sjávarúrgangi á tilraunadýrum, þar verður einnig allsherj- ar bókasafn fyrir sjávarútveg og fiskiðnað. Eitt af því allra nauðsynlegasta í sambandi við rannsóknarstarfsemi er gott bókasafn. Þar þurfa ekki einungis að vera rit og bæk- ur, sem snerta fiskiðnaðinn, heldur þarf jafnframt að viða að safninu öllum skýrsl- um, sem aðrar þjóðir gefa út um fiskiðnað, svo og einkaleyfum, sem veitt eru og snerta þennan iðnað. Loks þarf að vera hægt í sam- bandi við bókasafnið að gera útdrætti úr stórum greinum um nýjungar í fiskiðnað- inum og birta síðan í íslenzkum tímaritum. Önnur deild þessarar stofnunar verður eins konar skóli eða kennsluslofnun. Ætlun- in er að halda þar námskeið fvrir verkstjóra og fagmenn i iðnaðinum og láta þá kennslu ná til allra sérgreina iðnaðarins, þegar fram líða stundir. En fyrst í stað er einkum hugs- að til þess að stofna til kennslu í niðursuðu vegna þess, að þar er þörf meira átaks en í öðrum greinum fiskiðnaðarins. Á því sviði megum við heita nýliðar og verðum því að keppa við þjóðir, sem hafa að baki langa revnslu á niðursuðuiðnaði. Sérstakur hluti í byggingunni er ætlaður fyrir kennslustofn- unina. Þriðja deild stofnunarinnar er tilrauna- verksmiðja. Er henni ætlað stórt rúm í hyggingunni. Hún verður búin litlum út- gáfum af flestum þeim tækjum, sem not- uð eru í fiskiðnaði, svo sem litlum frysti- geymslum með misjafnlega miklu frosti, margvíslegum tækjum til eftirvinnslu lýs- is, kvörnum, skilvindum, pressum og þurrk- urum til vinnslu fóðurefna úr margvis- legum fiskúrgangi, tækjum til niðursuðu o. s. frv. Mörg af þessum tækjum eru þeg- ar til og sum tekin í notkun. Nokkur hluti þeirra er keyptur fyrir framlag frá efna- hagssamvinnustofnuninni. Tilgangurinn með tilraunaverksmiðjunni er að prófa nýj- ar vinnsluaðferðir og endurbæta eldri. Þar verður aðstaða til þess að frysta fisk og A veggborði sjást lœki til sgrustigs- ákvörðunar og hita- stigsmœlingar i nið- nrsuðndósum. Gerla- rannsóknarstofa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.