Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 14
268
Æ G I R
Einn af hinum nijrri vilum.
þessum átján, hafa járnbent steinsteypuhús
komið í stað járngrindarundirbyggingar, sem
yfirleitt liafa ekki reynzt vel. Járngrindar-
vitar eru þó enn eftir 7 talsins, og verða þeir
endurbyggðir við fyrsta hentugleika. Annars
eru vitahúsin nú orðin í sæmilega góðu lagi.
Hafnarljós.
Þeim hefur fjölgað mikið hin síðustu ár,
eftir því sem bryggjur hafa verið byggðar
og önnur hafnarmannvirki, sem skip þurfa
að sigla hjá, eða leggjast að. Þau munu nú
vera 71 talsins.
Ljósdufl.
Ljósdufl eru aðallega í Faxaflóa og i fjörð-
um inn úr honum. Ennfremur eitt við Vest-
mannaeyjar. Samtals munu nú vera úti 17
ljósdufl. Hafa þau öll nema eitt verið sett upp
á styrjaldarárunum og siðan.
Radíóvitar.
Radíóvitar eru nú orðnir nokkuð margir,
og reknir bæði á vegum vitastjórnarinnar og
flugmálastjórnarinnar. Fyrsti radíóvitinn
var reistur á Dyrhólaey 1928. Hann hefur nú
verið lagður niður. Annar radíóviti var á
Rejdcjanesi, bjrggður 1936 og er enn í notlc-
un. Auk hans rekur vitastjórnin nú radíóvita
á eftirtöldum stöðum: Hornbjargi, Dalatanga
og Vestra-Horni, og ennfrenmr smávita á
Malarrifi, Sauðanesi og Eyrarbakka. Þá tek-
ur vitastjórnin þátt í kostnaði við rekstur
radíóvitans á Patreksfirði.
Loks má geta þess, að flugmálastjórnin
rekur hér æðimarga radíóvita, sem geta kom-
ið sjófarendum að gagni, og hafa 13 radíó-
vitar verið auglýstir í því skyni.
Radíómiðunarstöðvar.
Tvær radíómiðunarstöðvar eru reknar af
vitamálastjórninni, á Akranesi og Garðskaga,
og sú þriðja hefur verið auglýst í Vestmanna-
ej7jum. Eiga þær að vera til taks, þegar urn
þær er beðið.
Hljóðvitar.
Hljóðvitarnir eru tveir, á Sauðanesi við
Siglufjörð og á Dalatanga við Seyðisfjörð.
Engir nýir liljóðvitar hafa verið byggðir hin
síðustu ár og ekki líkur til, að þeim verði
fjö'gað.
Vitafjöldinn nú.
Á þessu 75 ára afmæli vitanna á íslandi
standa því sakirnar þannig, að nú eru starf-
ræktir:
Ljósvitar.............. 104
Hafnarvitar og leiðarlj. 71
Ljósdufl ............... 17
Radióvitar ............. 21
Radíómiðunarstöðvar 3
Hljóðvitar............... 2
Samtals 218