Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 22
27fi
Æ G I R
Meá
Oskari Halld órssyni
í Vaglaskógi.
Óskar
Halliiórsson.
Glugginn vissi til fjarðar. Enn var logn og
komið kvöld. Strendur voru grænar svo langt
út og upp sem sá. Margir bátar voru í höfn-
inni, flestir smáir og í festum. Augu mín
beindust ekki að einum hlut eða stað fremur
öðrum. Hvergi sást ýfing. Hljóðlátt júlíkvöld
hallaði að nóttu. Handan við þilið á herbergi
mínu á Hótel Akureyri var skeggrætt í tillits-
samri tóntegund um sild og ekkert annað en
sí'd. Samræðan fjarlægðist, eins og smádó út
um leið og vatnaði yfir vökuvitund mina.
Næsti dagur heilsaði eins og sá fyrri kvaddi.
Sólregnið helltist yfir allt og a'Ia i hvítalogni.
Við bryggjuna lá bundinn bátur, er ekki
hafði verið þar kvöldið áður. Á götunni fyrir
neðan gluggann var fólk og hafði hraðan á í
morgunsárinu. Ég undi heldur ekki doki og
hélt í borðsal á neðstu hæð. Þar var fátt um
manninn. Kona miðaldra sat við glugga í
homkrók. Hún kom mér ekki ókunnuglega
fyrir, var sennilega að sunnan. Piltungur á
að gizka um tvítugt, í ívið ermastuttum svört-
um jakka með doppóttan snítuklút um háls-
inn, tyllti sér í miðjan sal og bað um kaffi.
Með tilkomu þessarar þrenningar var dagur
borðsalsins runninn upp.
Konan hvimaði í átt til dyra í hvert sinn,
sem hreyft var við hurðinni, eins og hún
ætti von á einhverjum. En hennar fólk birt-
ist ekki. Annað hvort hafði hún verið á
undan áætlun eða það á eftir.
Ég var í þann veginn að standa upp frá
borðinu, þegar maður mikill pm sig og
vörpulegur gekk inn salinn. Hann bar
frakka á vinstra handlegg og svartan hatt í
liendi, en þerraði svita af enni sér með þeirri
hægri.
„Þú ert þá hér,“ sagði hann um leið og
hann stanzaði við borð mitt. Við því var vit-
anlega ekki nema eitt svar úr því að ég ef-
aðist ekki um að vera enn í tölu lifenda.
„Engin síld“, sagði ég.
„Nei, engin síld, ekki enn þá. Hún kemur
eftir viku. Það verður mikil sild í sumar."
„Og þú yfirgefur Siglufjörð og síldin að
koma.“
„Rétt skrapp, var orðin óþolinmóður í
blíðunni. Kom með smádollu og heilsaði upp
á þá á Ólafsfirði og Dalvík. Þorsteinn á Dal-
vík heldur, að það verði mikil síld. Hann er
glöggur karl, ég treysti honum betur en
vísindunum. — Mikið fjandi er maður
krumpinn og lerkaður. Þær eru ekki fviár
mig þessar kojur. Það er engin leið að hreyfa
sig í þessum smáholum."
Óskar Halldórsson reis nú upp eins og til
að liðka sig og strauk niður pipar og salt
fötin sín.
„Kaffi eða te“ spurði stúlkan, eftir að Ósk-
ar hafði sezt að nýju.
„Eigið ekki til skyr eða hræring? Látið mig
lielzt hafa hræring og kaffi á eftir. — Hef-
urðu tekið eftir því, að það er eins og þær
fari hjá sér þessar ungu dömur, þegar maður
hiður um mat?“
Um leið og stúlkan færði Óskari kaffið
eftir hræringin, óslcaði hann eftir vindli og
nefndi þrjár tegundir. Mér viríist hún skilja
lítið i vindlafræði Óskars, en að sjálfsögðu