Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 18
272
Æ G I R
Björn Ólafs í Mýrarhúsum.
Þeim mönnum fækkar nú óðfluga, sem
mest tök áttu í byltingu útvegsins um alda-
mótin og siðar með tilkomu togaranna.
Björn Ólafs í Mýrarhúsum var einn þeirra,
en hann lézt 27. nóvember síðastliðinn.
Björn Ólafs var fæddur í Mýrarhúsum
10. ágúst 1879 og þar var heimili hans alla
ævi eða nær þrjá aldarfjórðunga. Þegar
Björn er að alast upp, eru mikil umsvif í
Seltirningum. Og þótt þeir sinni vel sínum
jörðum, eru þó athafnir þeirra einkum
bundnar við sjóinn, og á þeim vettvangi
ráðast þeir til stórra átaka. Áhrif þessara
atburða leika urn hug hans ungan og merki
þeirra gætir í lífi hans alla ævi.
Björn Ólafs kynnist sjónum í bernsku,
svo til jafnskjótt og hann getur haldið undir
hlunn, en hann kynnist jafnframt öllum
stiguin sjávarútgerðar, saga hennar spannar
ekki yfir stærra svið, þrátt fyrir aldirnar að
baki. Áraskipið, skútan og togarinn eru
vörðurnar, seim leiðum skipta í þessari
sögu. Árið 1897 útskrifast Björn úr Stýri-
mannaskólanum, átján ára gamall. En sam-
að bíða í tvo daga eftir flugferð í Glasgow.
Þar skoðuðum við mótorverksmiðju og báta-
smíðastöð. Þar sáuin við tvær gerðir af
björgunarbátum. Þeir minni voru smíðaðir
úr aluminíum. Voru þeir hnoðaðir tvíraða
og plötubrúnirnar beygðar inn og mynduðu
bönd bátsins. Það, sem sérkennilegt var við
stærri gerðina, en þeir bátar voru smíðaðir
úr stáli og allir rafsoðnir, var, að böndin
voru úr iy2 —• 2" pípum með þriggja feta
millibili. P'öturnar mættu böndum á miðju
röri. Báðar voru þessar bátategundir ætlaðar
fyrir skip, og gátu stálbátarnir rúmað 50—60
inenn.—
Eins og fyrr er getið er margvislegan fróð-
leik að finna í ritgerðum þeiin, sem lagðar
voru fram á fundinum, en enn hefur okkur
ekki unnizt tími til þess að lesa þær til hlítar.
tímis er liann að útskrifast úr skóla hinna
kunnu skútuskipstjóra eins og Jóns Jónsson-
ar úr Melshúsum o. fl. Á leið hans verða
engar lykkjur. Hann er ungur orðinn skútu-
skipstjóri og hráít verður hann slcipherra og
meðeigandi stærsta skips ísl. fiskiflotans.
Kútter „Björn Ólafsson“ var um 100 rúml.,
glæsilegt skip, sem margir litu hýru auga
til og liöfðu sögur af að segja í heimabyggð-
um, nýkomnir af vertíð. En þróunin var ör,
það var eins og hún hefði tekið undir sig
stökk, því að jafnvel kútter „Björn Ólafsson“
samsvaraði henni ekki, og fyrr en varði var
Björn Ólafs í Mýrarhúsum orðinn skipstjóri
á togara. En sjómannssaga Björns Ólafs er
ekki þar með sögð, þótt hann mundi reyndar
sjálfur hafa sagt, að af sér væri enga sögu
að segja Hann var í senn aflasæll, giftusæll
og mannsæll. Við þessi orð þarf litlu að bæta,
þau lýsa betur en langt mál skipstjórnar-
manninum Birni Ólafs. Eftir nær því fjöru-
tíu ára starf á sjónum lá leiðin í land, ekki
til þess að leggja hendur í skaut, aðeins til
þess að strjúka af sér mestu sjávarseltuna.
Ég kynntist Birni Ólafs fyrst, þá er hann
var kominn á þann aldur, þegar flestir eru