Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 13
Æ G I R
267
Hús vita- og
hafnarmálastjórnar
við Seljaveg 32
i Regkjavík.
Bjarnarfirði á Ströndum,
Skorði við Miðfjörð,
Straumnesi við Haganesvík,
Hrólfsskeri í Eyjafirði,
Snartastaðatanga við Kópasker,
Hraunhafnartanga á Sléttu,
Raufarhöfn,
Grenjanesi á Langanesi,
Digranesi við Bakkafjörð,
Kolbeinstanga við Vopnafjörð,
Kögri við Borgarfjörð eystra,
Bakkabökkum við Norðfjörð,
Selnesi við Breiðdalsvik,
Ketilfles í Suður-Múlasýslu,
Hornafirði,
Hrolllaugseyjum,
Faxaskeri við Vestmannaeyjar,
Þridrang við Vestmannaeyjar,
Knarrarós við Stokkseyri,
Hafnarnesi við Þorlákshöfn.
Flestir þessara vita eru sterkbyggðir, úr
járnbentri steinsteypu, og ættu því að geta
cnzt lengur en eldri vitarnir, sem margir
hverjir voru gerði á frumstæðan hátt. Þá
eru þeir einnig flestir þannig gerðir að koma
má fyrir í þeim sterkari ljóstækjum, ef þess
kynni að verða óskað.
Enn eitt nýmæli í sambandi við vitabygg-
ingar síðustu ára er rétt að benda á. Af ofan-
greindum 34 nýbyggingum eru 8 reistar í
smáskerjum við fjölfarnar siglingaleiðir,
skerjum, þar sem sjór gengur yfir, velflest,
i illviðrum, og sem á engan hátt er unnt að
auðkenna betur en með því að setja upp ljós
á þeim sjálfum. Þessir vitar eru gæzlulausir
og sjálfvirkir, og hafa yfirleitt reynzt vel.
Endurbyggðir vitar.
Á eftirgreindum stöðum hafa vitarnir verið
endurbyggðir, og í flestum tilfellum stækk-
aðir og endurbættir um leið: Reykjanesi,
aukavitinn, Garðskaga, Gróttu, Akranesi,
Malarrifi, Höskuldsey, Elliðaev, Bjargtöng-
um, Grímsey í Steingrímsfirði, Malarhorni,
Iválfshamri, Langanesi, Bjarnarey, Brimnesi,
Hafnarnesi, Stokksnesi, Hvanney, Ingólfs-
höfða.
Allir þessir vitar eru byggðir á sama hátt
og nýbyggingarnar, sem áður hefur verið
lýst, og koma í stað lélegri og ófullkomnari
vitahúsa en áður voru þar. í sjö tilfellum af