Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 21
Æ G I R 275 kornust, höfðu þrír látizt í hrakningnum. — Menn þeir, sem misstu lífið i þessum slysförum voru: Sigurjón Guðmundsson, 1. vélstjóri, Aust- urgötu 19 Hafnarfirði, 34 ára. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn, öll innan við fermingu. Hann átti og foreldra á lifi. Sigurður Guðmundsson, 2. vélstjóri, Vest- urbraut 1 Hafnarfirði, 28 ára. Hann lætur eftir sig konu og eitt fósturbarn, foreldrar hans eru ennfremur á lífi. Jósep Guðmundsson, háseti, Vesturbraut 1 Hafnarfirði (bróðir Sigurðar vélstjóra). Hann var ókvæntur. Guðbjartur Guðmundsson, háseti, Suður- götu 94 Hafnarfirði, 42 ára. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn og átti foreldra á lifi. Guðbrandur Pálsson, háseti, Köldukinn 10 Hafnarfirði, 42 ára. Hann lætur eftir sig konu og sex börn, flest ung og aldraða móð- ur. Albert Egilsson, háseti, Selvogsgötu 14 Hafnarfirði, 30 ára. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn og átti móður og fóstur- móður á lífi. Sigurjón Benediktsson, háseti, Vestur- braut 7 Hafnarfirði, 17 ára. Hann átti aldr- aða foreldra á lífi. Stefán Guðnason, háseti, frá Stöðvarfirði, 18 ára. Hann átti móður á lífi. Einar ólafsson, háseti, frá Skeljabergi í Sandgerði, 19 ára. Hann lætur eftir sig unn- ustu og átti foreldra á lifi. Þeir, sem komust af, voru: Guðjón Illugason, skipstjóri. Guðmundur Ársæll Guðmundsson stýrimaður. Ingvar Ingvarsson matsveinn. Bjarni Hermunds- s°n, háseti. Guðmundur Ólafsson, háseti. Óskar Vigfússon, háseti, Ágúst Stefánsson háseti. Allir búsettir í Hafnarfirði. Guðjón Ármann Vigfússon, háseti, Silfurtúni við Hafnarfjörð. Pimmtudaginn 26. nóvember fór fram minningarathöfn i Hafnarfjarðarldrkju um sjómennina, sem fórust með m/s Eddu, og jafnframt var þá gerð útför Alberts Egils- sonar og Sigurjóns Guðmundssonar. — Fjársöfnun var hafin til þeirra, er misstu ástvini sína í Edduslysinu, og söfnuðust rösklega fjögur hundruð þúsund lcrónur. Vélskipið Edda var 184 rúml. að stærð, smíðað í Hafnarfirði 1944 og var eign Einars Þorgilssonar & Co. h.f. í Hafnarfirði. Verða smíðuð þýzk veiði- og verksmiðjuskip? Dr. Sonnemann, fulltrúi i atvinnumála- ráðuneytinu þýzka, leggur til, að hætt verði við að smíða fiskiskip af sömu gerð og þau eru nú. Af þeim sökum hefur verið rætt um, hvort hagkvæmt væri að smíða stór veiði- og verksmiðjuskip. Hann sagði, að vafa- laust yrðu gæði fisksins mun rneiri, ef hann væri verkaður þegar í stað, er hann veiddist. En til þess að auka fiskneyzlu verður að auka gæði fisksins. Dr. Sonnemann hefur einnig hvatt Þjóð- verja til þess að mynda rannsóknarfélög, líkt og aðrar þjóðir, til þess að gera tilraunir með skip, sem yrði veiðiskip og verkunar- slöð i senn. Undirbúningur að þessu er þegar hafinn. Dr. Sonnemann ráðgerir að kalla saman fund mjög bráðlega, þar sem reynt verður að gera sér grein fyrir tæknilegum vandamálum, sem verður að leysa, og hve mikill kostnaður fylgir slíkum tilraunum. Dr. Sonnemann telur, að ekki séu góðar liorfur á fisksölu til hernámssvæðis Ráð- stjórnarrikjanna, þótt gert hafi verið ráð rvr- ir sölu á fiski og fiskafurðum fyrir 20 millj. mörk í samningi milli hernámssvæðanna. Hann álítur, að mestu erfiðleikarnir í sam- handi við þessi viðskipti verði greiðsluerfið- leikarnir. Hann reyndi ásamt viðskiptamála- ráðherranum að koma á gagnkvæmri ábyrgð milli hernámssvæðanna, en það myndi auð- velda viðskiptin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.