Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 27
Æ G I R 281 e. Að aukið verði ljósmagn Selnesvita við Breiðdalsvík. f. Að aukið verði Ijósmagn vitans á Ketilboðafles. g. Að aukið verði ljósmagn Langanes- vita. h. Að aukið verði ljósmagn Malarrifs- vita. 5. Radíóvitar. a. Að reistur verði radióviti á Arnar- nesi. b. Að reistur verði sterkari viti á Sauðanesi við Siglufjörð. c. Að reistur verði radíóviti á Raufar- hcfn eða Langanesi. d. Að athugað verði um radíóvita á Malarrifi. e. Að hraðað sé athugunum byggingu fullkominna miðunarvita fyrir fiskiskip og með sérstöku tilliti til þess, að vitarnir komi vélbátaflot- anum að gagni án verulegs tilkostn- aðar er bent á Consolkerfið í þessu sambandi. 6. Ljósbaujur og siglingamerki. a. Að settar verði ljósbaujur við Þrælaboða og Vesturboða. b. Að settar verði Ijósbaujur við inn- siglinguna á ísafjörð. c. Að settar verði ljósbaujur við Hörg- árgrunn og Laufásgrunn. d. Að sett verði ljós á innsiglingar- baujuna á Djúpavogi. e. Að sett verði dagmerki á Sogeyri í Hornafirði. Hafnarmál. »1. Fiskiþingið vill vekja athygli hafnar- málastjórnarinnar og hins háa Alþingis á nauðsyn þess, að fjárframlög til hafn- armála verði aukin verulega frá því, sem verið hefur. Vegna hins takmarkaða f jármagns til þessara framkvæmda telur fiskiþingið sem fyrr, að leggja beri höfuðáherzlu á að ljúka þeim hafnarframkvæmdum, sem þegar er byrjað á, svo að þau komi sem fyrst að tilætluðum notum, og eigi sé hætta á skemmdum vegna þess, að hafnarmannvirki eru í byggingu jafnvel svo árum skiptir. Fiskiþingið vill sérstaklega mæla með dýpkun Raufarhafnar vegna þýð- ingu liennar fyrir síldveiðarnar. Enn- fremur vill fiskiþingið vekja athygli á miklum sandágangi við ýmsar hafnir og nauðsyn þess, að hafnarmálastjórn- in eignist hið fyrsta hentugt sanddælu- skip eða sanddælutæki. 2. Fiskiþingið skorar á stjórnarvöld landsins að gera ráðstafanir til, að möguleikar verði fyrir hendi um láns- fé til handa hafnarsjóðum, til þess að standa straum af þeim kostnaðarhluta, sem þeim ber fram að leggja, þar sem hafnarbætur verða taldar nauðsynleg- astar á hverjum tíma. Mætti þar benda á Framkvæmdabankann sem lánsstofn- un.“ Rækjuveiðar. „Fiskiþingið telur, að þess beri að gæta, að rækjuveiði verði ekki stunduð svo, að til ofveiði komi. Telur fiskiþingið að hafa beri í huga við veitingu veiðileyfanna, að eðlileg atvinnujöfnun skapist í nærliggjandi sjávarþorpum og að ekki sé um of langan flutning að ræða. Þá leggur fiskiþingið áherzlu á að leitað verði rækjumiða umhverfis landið og að Fiskimálasjóður kosti útgerð báta í til- raunaskyni, og verði til þess valdir formenn, sem vanir séu rækjuveiðum.“ Dvalarheimili aldraðra sjómanna. „Fiskiþingið lætur í ljós ánægju yfir hyggingu dvalarheimilis aldraðra sjómanna og heitir á alla sjóníenn, útgerðarmenn og fiskideildir að leggja máli þessu beinan stuðning með fjárframlögum.’1 Dreifing á olíu. „Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félags Islands, að hún beiti sér fyrir því, að reistir verði hæfilega stórir olíugeymar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.