Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1953, Qupperneq 27

Ægir - 01.11.1953, Qupperneq 27
Æ G I R 281 e. Að aukið verði ljósmagn Selnesvita við Breiðdalsvík. f. Að aukið verði Ijósmagn vitans á Ketilboðafles. g. Að aukið verði ljósmagn Langanes- vita. h. Að aukið verði ljósmagn Malarrifs- vita. 5. Radíóvitar. a. Að reistur verði radióviti á Arnar- nesi. b. Að reistur verði sterkari viti á Sauðanesi við Siglufjörð. c. Að reistur verði radíóviti á Raufar- hcfn eða Langanesi. d. Að athugað verði um radíóvita á Malarrifi. e. Að hraðað sé athugunum byggingu fullkominna miðunarvita fyrir fiskiskip og með sérstöku tilliti til þess, að vitarnir komi vélbátaflot- anum að gagni án verulegs tilkostn- aðar er bent á Consolkerfið í þessu sambandi. 6. Ljósbaujur og siglingamerki. a. Að settar verði ljósbaujur við Þrælaboða og Vesturboða. b. Að settar verði Ijósbaujur við inn- siglinguna á ísafjörð. c. Að settar verði ljósbaujur við Hörg- árgrunn og Laufásgrunn. d. Að sett verði ljós á innsiglingar- baujuna á Djúpavogi. e. Að sett verði dagmerki á Sogeyri í Hornafirði. Hafnarmál. »1. Fiskiþingið vill vekja athygli hafnar- málastjórnarinnar og hins háa Alþingis á nauðsyn þess, að fjárframlög til hafn- armála verði aukin verulega frá því, sem verið hefur. Vegna hins takmarkaða f jármagns til þessara framkvæmda telur fiskiþingið sem fyrr, að leggja beri höfuðáherzlu á að ljúka þeim hafnarframkvæmdum, sem þegar er byrjað á, svo að þau komi sem fyrst að tilætluðum notum, og eigi sé hætta á skemmdum vegna þess, að hafnarmannvirki eru í byggingu jafnvel svo árum skiptir. Fiskiþingið vill sérstaklega mæla með dýpkun Raufarhafnar vegna þýð- ingu liennar fyrir síldveiðarnar. Enn- fremur vill fiskiþingið vekja athygli á miklum sandágangi við ýmsar hafnir og nauðsyn þess, að hafnarmálastjórn- in eignist hið fyrsta hentugt sanddælu- skip eða sanddælutæki. 2. Fiskiþingið skorar á stjórnarvöld landsins að gera ráðstafanir til, að möguleikar verði fyrir hendi um láns- fé til handa hafnarsjóðum, til þess að standa straum af þeim kostnaðarhluta, sem þeim ber fram að leggja, þar sem hafnarbætur verða taldar nauðsynleg- astar á hverjum tíma. Mætti þar benda á Framkvæmdabankann sem lánsstofn- un.“ Rækjuveiðar. „Fiskiþingið telur, að þess beri að gæta, að rækjuveiði verði ekki stunduð svo, að til ofveiði komi. Telur fiskiþingið að hafa beri í huga við veitingu veiðileyfanna, að eðlileg atvinnujöfnun skapist í nærliggjandi sjávarþorpum og að ekki sé um of langan flutning að ræða. Þá leggur fiskiþingið áherzlu á að leitað verði rækjumiða umhverfis landið og að Fiskimálasjóður kosti útgerð báta í til- raunaskyni, og verði til þess valdir formenn, sem vanir séu rækjuveiðum.“ Dvalarheimili aldraðra sjómanna. „Fiskiþingið lætur í ljós ánægju yfir hyggingu dvalarheimilis aldraðra sjómanna og heitir á alla sjóníenn, útgerðarmenn og fiskideildir að leggja máli þessu beinan stuðning með fjárframlögum.’1 Dreifing á olíu. „Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félags Islands, að hún beiti sér fyrir því, að reistir verði hæfilega stórir olíugeymar á

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.