Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 12
266 Æ G I R Vitar á Islandi 75 ára. Þann 1. desember síðastl. voru þrir aldarfjórðungar liðnir síðan fyrst var kveikt á vita á íslandi, en það var á vitanum á Reykjanesi svo sem kunnugt er. Á þessum afmælisdegi vitanna bauð Emil Jónsson vitamála- stjóri margmenni heim til sín. Þar afhenti hann blaðamönnum eftirfar- andi grein um sögu vitanna síðustu fimmtán árin, svo og yfirtitsgrein um þróun vitamálanna fyrstu 60 árin, en hana hafði hann ritað fyrir Ægi og birtist hún í desemberblaði 1938. Hér fer á eftir yfirlit vitamálastjóra um vitamálin eins og þau eru nú og gang þeirra á árunum 1938—-1953. Áfanga náð. Nú, þegar 75 ár eru liðin frá því að fyrst var kveikt á vita á íslandi, er merkum áfanga náð í sögu vitabygginganna. Á síðastliðnu sumri voru vitar reistir við Skor í Rauða- sandshreppi, við Skaftárós í Vestur-Skafta- fellssýslu og á Hrolllaugseyjum undan Suð- ursveit, m. a. Þegar kveikt hefur verið á þessum vitum öllum, má heita að hægt verði að sigla í kringum allt ísland í samfelldu vitaljósi, þannig að ávallt sjáist til einhvers vita. Á Skaftárósvitanum hefur þegar verið kveikt, en ljóstækin í vitana við Skor og á Hroll- laugseyjum eru væntanleg um n. k. áramót, og verða þau þá sett upp við fyrsta tækifæri, þannig að heita má, að það standist á endum, að ljóshringnum kringum Island verði lokað á þessu 75 ára afmæli vitalýsingarinnar, 1. desember. Við þetta er þó ýmislegt að at- huga. í fyrsta lagi það, að yfirleitt er Ijós- magn þessara strandsiglingavita okkar til- tölulega lítið, þannig að ef veður er eklci heiðskirt er sjónarlengd vitanna ekki nægi- lega mikil til þess að þeir nái saman. í öðru lagi er það, að vitar þessir eru ekki nema hluti af vitakerfi landsins. Eru því ýmsar leiðir jafn vanlýstar, þó að þessum áfanga sé náð. Og í þriðja lagi eru Jjósvitarnir nú orðið elcki nema takmarkaður hluti vita- þjónustunnar, þar sem radíóvitarnir í ýmsu formi hafa nú orðið sífellt vaxandi hlutverki að gegna. Eigi að síður má það teljast merkur áfangi, sem náðst hefur, er nú hefur tekizt að loka ljóshringnum kringum landið. Framkvæmdir síðustu ára. 1. des. 1938, þegar 60 ár voru liðin frá upphafi vitalýsingar á íslandi, hirti ég nokk- urt yfirlit um þróun þessara mála þangað til. Til viðbótar því, sem þar er sagt, og aðal- lega um framkvæmdir síðan, vil ég segja þetta: Nýir vitar. Á þessum 15 ára tímabili hafa nýir vitar verið reistir á þessum stöðum: Hvaleyri í Hvalfirði, Miðfjarðarskeri í Borgarfirði, Rauðanesi í Borgarfirði, Þormóðsskeri, vestan Borgarfjarðar, Kirkjuhóli í Staðarsveit, Arnarstapa, Ólafsvík, Grundarfirði, Skor í Rauðasandshreppi, Ólafsviti við Patreksfjörð, Langanes við Arnarfjörð, Æðey, Sléttueyri í Jökulfjörðum, Selskeri við Ófeigsfjörð,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.