Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 30
284 Æ G I R Rúmenar efla útveginn. I Rúmeníu er hraðað undirbúningi þess að nýta megi liinn mikla fiskstofn, sem þar er jafnt í veiðiám sem í Svartahafi og Dónár- ósum, en þar hefur styrja verið veidd frá fornu fari. Vísindalegar rannsóknir á Svartahafinu eru þegar hafnar. Rúmenska fiskveiðistofnunin í Constansa, sem komið var á fót fyrir skömmu, hefur hafði vísindalega rannsókn á Svartahafinu. Að því er rúmensk blöð segja nær rannsókn- in yfir athugun á hentugustu veiðiaðferð- inni, fiskuppeldi, niðursuðugerð og verzlun- arháttum. Auk matvæla má einnig vinna aðrar mikil- vægar afurðir úr fiski, t. d. meðalalýsi, sem er ríkt af A og B fjörefnum. I þessu sambandi má nefna höfrunginn, sem mikið er af úti fyrir strönd Rúmeníu. Fitan af honum er notuð við vefnað og sútun, en húðin er notuð til listiðnaðar. Svartahafið, sem er 280 000 fermílur, er næstum ókannað sem veiðisvæði. Skýrslur sýna, að ársafli fyrir stríð var um 100 000 smál., þar af var hluti Rúmena aðeins 5000 smál., en Ráðstjórarríkjanna 52 000 smál. 3. Að þeir matsmenn, sem hæfastir eru og njóta mest trausts í starfi sínu, séu fengnir til þess að ferðast milli veiði- stöðvanna til eftirlits og kennslu. 4. Að athuga, hvort ekki sé hægt að koma við verðlaunum eða viðurkenningu til þeirra framleiðenda, sem skara fram úr í vöruvöndun. 5. Að gæta þess, að gallar, sem koma fram í vörunni vegna trassaskapar framleið- enda, bitni fyrst og fremst á þeim sjálf- um. 6. Að sölusamtök saltfiskframleiðenda og fiskimatsstjóri hlutist til um, að skoðun kaupenda á saltfiski, — ef nauðsynleg er — fari fram áður en mat og pökkun á fiskinum á sér stað.“ Afurðir Svartahafs á fermílu eru aðeins fjórðungur þess, sem aflast i Kaspíahafi og enn minna miðað við Miðjarðarhaf. Þetta stafar að einhverju leyti af því, að Svarta- hafið er mjög djúpt og seltan lítil. Sjórinn er því of ferskur fyrir þær fisktegundir, sem lifa í söltum sjó, og of saltur fyrir vatna- fiska. Brennisteinsvatnsefnið í sjónum hefur einnig áhrif á fiskalífið í Svartahafi. Engu að síður álíta Rúmenar, að mildu meiri afli fáist úr Svartahafi, ef nýtízku að- ferðir eru hafðar við veiðarnar. Veiddar verða um 80 fisktegundir s. s. stj'rja, síld, skata, túnfiskur, sardínur og höfrungar. Hin- um síðastnefndu liefur lítill gauinur verið gefinn til þessa. Hin úreltu fiskiskip Rúmena hafa ekki komizt í færi við liina spretthörðu styrju. Rúmenum er því þörf á að fá stærri og hrað- skreiðari skip, sem geta komizt lengra út. Þar til nú fyrir skemmstu veiddist 80% inn- an þriggja mílna frá ströndinni af litlum seglbátum, en enn stærri skip, sem sóttu allt að 30 mílur frá landi, veiddu 20%. Menn vænta þess, að með bættum skipa- kosti muni fiskstofninn fullnýtast. Rússar og Þjóðverjar veiða árlega um 200 þús. höfrunga í Svartahafi. Þessum fiski, sem daglega drepur 25 lbs. af smáfiski, fjölg- aði mjög á styrjaldarárunum, því að þá voru fiskveiðar ekki stundaðar í Svartahafi. Sér- fræðingar álíta, að árlega megi veiða 700 þús. höfrunga í Svartahafi án þess að gengið sé of nærri stofninum. Rúmenska stjórnin hefur unnið vel að því að auka skipastólinn og bæta á alla lund, og takmarkið er að auka afrakslurinn af veið- um í Svartahafi. Nákvæmar skýrslur um þessi mál hafa þó ekki verið birtar opinber- lega. En frá því hefur verið skýrt, að nokkr- um dieselskipum hafi verið hleypt af stokk- unum. Veiðiskipin fá aðstoð frá skipi, sem nefnt er „Rauði október", það er útbúið með kælitækjum og getur því tekið við afla smá- skipanna. Innan skamms verður farið að nota flugvélar til að leita að fiskigöngum. Þá hefur verið komið á námskeiðum, þar sem sjómönnum er kennt til verka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.