Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 9
Æ G I R
263
Hluti af aðalsal
efnarannsóknar-
stofu.
Tœlcid til hœgri á
myndinni er móle-
kúlar-eimingarlœUi,
sem m. a. má nola
til að eima A-vila-
mín úr lýsi.
geyma við mismunandi frost til þess að
prófa geymsluþol hans og gæði uinbúða.
Einnig verður hægt að salta þar fisk og
prófa hæfni saltsins, reykja fisk og fram-
kvæma hvers konar fóðurefnavinnslu, sem
til greina kemur. Tæki tilraunaverksmiðj-
unnar eru einnig hugsuð sem kennslutæki
í sambandi við tæknikennsluna. Höfuðmark-
mið tilraunareksturs á borð við þann, sem
hér er fyrirhugaður, er að reyna að koma
í veg fyrir að gerð séu kostnaðarsöm mis-
tök eins og hætt er við að geti orðið, þegar
stofnað er til stórvinnslu án þess að nauð-
synlegar tilraunir séu gerðar áður. Til þessa
hefur rannsóknarstarfsemin ekki getað orð-
ið fiskiðnaðinum sá bakhjarl, sem hún ætti
að geta orðið. Það er t. d. eftirtektarvert,
hvernig Norðmenn hafa að mestu leyti
sloppig við þau mjög svo alvarlegu mistök,
sem hrjáð hafa íslenzkan fiskiðnað á und-
anförnum árum. Ég held, að ein megin á-
stæðan fyrir þessu láni þeirra sé sú, hvernig
þeir hafa byggt upp rannsóknar- og tilrauna-
starfsemi sína.“
..Hvað er annars að segja uin rannsókn-
arstarfsemi Norðmanna i þágu fiskiðnað-
arins?“
„Niðursuðuiðnrekendur í Noregi hafa
með sér samtök, og standa þau að rannsókn-
arstofnun og tækniskóli, sem hvort tveggja
er í Staíangri. Þessi stofnun hjá Norðmönn-
um fyrir niðursuðuiðnaðinn einan er stærri
en sú, sem hér er fyrirhuguð fyrir allar
greinar fiskiðnaðarins. í Bergen liefur sildar-
verksmiðjuiðnaðurinn rannsóknarstofnun.
Fyrrgreindar rannsóknarstofnanir eru starf-
ræktar að mestu fyrir fé frá viðkomandi iðn-
greinum. Enn fremur hafa Norðmenn iitla
rannsóknarstofu i Kristiansund N, sein að
verulegu Ieyti vinnur að verkefnum fyrir
saltfiskiðnaðinn. Loks er þess að geta, að á
vegum fiskimálaskrifstofunnar er mikil
rannsóknarstofnun. (Fiskeridirektoratets
Forsknings Indstitutt). Við þessar rann-
sóknarstofnanir munu vinna um 100 manns.
Ég bendi á þetta til þess að sýna, hvað Norð-
menn leggja mikla áherzlu á þessar rann-
sóknir. Vegna fátæktar og smæðar erum við
Islendingar tilneyddir að sameina þessar
rannsóknir meira en Norðmenn gera, enda