Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 29

Ægir - 01.11.1953, Blaðsíða 29
Æ G I R 283 Fiskveiðar við Grænland. „Fiskiþingið telur mikla nauðsyn á, að haldið verði áfram athugunum á því, að ís- lendingar fái aðstöðu til útgerðar frá græn- lenzkri höfn eða höfnum og atvinnurekstrar þar; og skorar á stjórnarvöld landsins að veita því máli nauðsynlegan stuðning, ef út- vegsmenn telja hagkvæmt að hefja útgerð frá Grænlandi.“ Fiskirannsóknir, síldar- og fiskileit. „1. Fiskiþingið telur nauðsyn á, að fiski- og hafrannsóknum sé jafnan hagað þannig, að sem hagnýtastur árangur náist og telur mikilsvert, að náið sam- starf sé á milli vísindamannanna og fiskimannanna um þessi mál. 2. Að Ægir verði á næsta ári fyrst og fremst notaður til fiski- og síldarleitar, og fiskifræðingum verði veitt full um- ráð yfir ferðum skipsins, er það gegn- ir rannsóknarstörfum. 3. Að nauðsynlegt sé fyrir fiskveiðiþjóð sem íslendinga, að eiga fullkomið fiski- og hafrannsóknarskip, sem ekki sé ætl- að annað hlutverk en fiski- og síldar- leit ásamt hafrannsóknum. 4. Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félagsins að leita samvinnu við önnur samtök útvegsmanna um framkvæmd þessa máls, þar með að gera tillögur til Alþingis um fjárframlög í þessu skyni.“ Ægir sem fiskirannsóknarskip. „Fiskiþingið leggur ríka áherzlu á, að varðskipið Ægir verði á þessum vetri útbú- ið þannig, að fiskifræðingum verði sköpuð fullkoinin starfsskilyrði til alls konar fiski- rannsókna um borð í skipinu, á líkan hátt og nú er í fiskirannsóknaskipinu G. O. Sars. Ennfremur að á síldveiðitimabilinu fyrir Norðurlandi verði um borð í skipinu reynd- ur síldveiðiskipstjóri, sem stjórni síldarleit t»ess í samráði við síldarleitarstjóra.“ V élbátatryggingar. „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að vinna að því við Samábyrgð íslands á fiskiskipum og aðra aðila, að aukið verði allt eftirlit með bátunum á böfnum inni, viðhaldi þeirra og frágangi, og bendir á eftir- farandi: a. Betri gæzla í höfnum inni. b. Aukið eftirlit af hendi hafnarstjóra og tryggingarfélaga með hafnarlegufær- um og legufærum báta. c. Strangara éftirlit með olíukyndinga- tækjum. d. Aukið eftirlit af hendi tryggingarfélag- anna með bátum og tjónum, sem á þeim verða. e. Að tekið verði tillit til viðhalds, hirð- ingar og tjóna á einstökum bátum og það látið hafa áhrif á iðgjald til hæltk- unar eða lækkunar. Þá leggur þingið til, að \% aukastofngjaldið verði fellt niður hjá þeim félögum, sem geta það fjárhagslega.“ Stofnlán sjávarútvegsins. „1. Að Fiskveiðasjóði verði lagðar 10 millj. króna af tekjuafgangi ríkisins á yfir- standandi ári. 2. Að stofnlánadeild Landsbankans verði endurreist með lögum með jafnmiklu fé og upphaflega. 3. Að Fiskveiðasjóði verði séð fyrir láns- fé til viðbótar, 40—50 millj. króna.“ Kynnisferðir. „Fiskiþingið leggur áherzlu á, að Fiski- félagið greiði verulega fyrir kynnisferðum meðlima sinna til útlanda og leggi fé til þeirra, eða útvegi, eftir því sem hægt er. Einnig hvetur þingið til kynnisferða innan- lands til þeirra veiðistöðva, sem fremstar fara um tækni og hvers konar framfarir á sjó og landi.“ Fiskmat. „1. Að matið sé samræmt í framltvæmd svo sem verða má. 2. Að þess sé vandlega gætt að velja val- inkunna menn til matsstarfa, og að þeir njóti nægjanlegrar kennslu til starfsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.