Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1953, Side 29

Ægir - 01.11.1953, Side 29
Æ G I R 283 Fiskveiðar við Grænland. „Fiskiþingið telur mikla nauðsyn á, að haldið verði áfram athugunum á því, að ís- lendingar fái aðstöðu til útgerðar frá græn- lenzkri höfn eða höfnum og atvinnurekstrar þar; og skorar á stjórnarvöld landsins að veita því máli nauðsynlegan stuðning, ef út- vegsmenn telja hagkvæmt að hefja útgerð frá Grænlandi.“ Fiskirannsóknir, síldar- og fiskileit. „1. Fiskiþingið telur nauðsyn á, að fiski- og hafrannsóknum sé jafnan hagað þannig, að sem hagnýtastur árangur náist og telur mikilsvert, að náið sam- starf sé á milli vísindamannanna og fiskimannanna um þessi mál. 2. Að Ægir verði á næsta ári fyrst og fremst notaður til fiski- og síldarleitar, og fiskifræðingum verði veitt full um- ráð yfir ferðum skipsins, er það gegn- ir rannsóknarstörfum. 3. Að nauðsynlegt sé fyrir fiskveiðiþjóð sem íslendinga, að eiga fullkomið fiski- og hafrannsóknarskip, sem ekki sé ætl- að annað hlutverk en fiski- og síldar- leit ásamt hafrannsóknum. 4. Fiskiþingið beinir því til stjórnar Fiski- félagsins að leita samvinnu við önnur samtök útvegsmanna um framkvæmd þessa máls, þar með að gera tillögur til Alþingis um fjárframlög í þessu skyni.“ Ægir sem fiskirannsóknarskip. „Fiskiþingið leggur ríka áherzlu á, að varðskipið Ægir verði á þessum vetri útbú- ið þannig, að fiskifræðingum verði sköpuð fullkoinin starfsskilyrði til alls konar fiski- rannsókna um borð í skipinu, á líkan hátt og nú er í fiskirannsóknaskipinu G. O. Sars. Ennfremur að á síldveiðitimabilinu fyrir Norðurlandi verði um borð í skipinu reynd- ur síldveiðiskipstjóri, sem stjórni síldarleit t»ess í samráði við síldarleitarstjóra.“ V élbátatryggingar. „Fiskiþingið felur stjórn Fiskifélagsins að vinna að því við Samábyrgð íslands á fiskiskipum og aðra aðila, að aukið verði allt eftirlit með bátunum á böfnum inni, viðhaldi þeirra og frágangi, og bendir á eftir- farandi: a. Betri gæzla í höfnum inni. b. Aukið eftirlit af hendi hafnarstjóra og tryggingarfélaga með hafnarlegufær- um og legufærum báta. c. Strangara éftirlit með olíukyndinga- tækjum. d. Aukið eftirlit af hendi tryggingarfélag- anna með bátum og tjónum, sem á þeim verða. e. Að tekið verði tillit til viðhalds, hirð- ingar og tjóna á einstökum bátum og það látið hafa áhrif á iðgjald til hæltk- unar eða lækkunar. Þá leggur þingið til, að \% aukastofngjaldið verði fellt niður hjá þeim félögum, sem geta það fjárhagslega.“ Stofnlán sjávarútvegsins. „1. Að Fiskveiðasjóði verði lagðar 10 millj. króna af tekjuafgangi ríkisins á yfir- standandi ári. 2. Að stofnlánadeild Landsbankans verði endurreist með lögum með jafnmiklu fé og upphaflega. 3. Að Fiskveiðasjóði verði séð fyrir láns- fé til viðbótar, 40—50 millj. króna.“ Kynnisferðir. „Fiskiþingið leggur áherzlu á, að Fiski- félagið greiði verulega fyrir kynnisferðum meðlima sinna til útlanda og leggi fé til þeirra, eða útvegi, eftir því sem hægt er. Einnig hvetur þingið til kynnisferða innan- lands til þeirra veiðistöðva, sem fremstar fara um tækni og hvers konar framfarir á sjó og landi.“ Fiskmat. „1. Að matið sé samræmt í framltvæmd svo sem verða má. 2. Að þess sé vandlega gætt að velja val- inkunna menn til matsstarfa, og að þeir njóti nægjanlegrar kennslu til starfsins.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.