Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Síða 21

Ægir - 01.11.1953, Síða 21
Æ G I R 275 kornust, höfðu þrír látizt í hrakningnum. — Menn þeir, sem misstu lífið i þessum slysförum voru: Sigurjón Guðmundsson, 1. vélstjóri, Aust- urgötu 19 Hafnarfirði, 34 ára. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn, öll innan við fermingu. Hann átti og foreldra á lifi. Sigurður Guðmundsson, 2. vélstjóri, Vest- urbraut 1 Hafnarfirði, 28 ára. Hann lætur eftir sig konu og eitt fósturbarn, foreldrar hans eru ennfremur á lífi. Jósep Guðmundsson, háseti, Vesturbraut 1 Hafnarfirði (bróðir Sigurðar vélstjóra). Hann var ókvæntur. Guðbjartur Guðmundsson, háseti, Suður- götu 94 Hafnarfirði, 42 ára. Hann lætur eftir sig konu og fimm börn og átti foreldra á lifi. Guðbrandur Pálsson, háseti, Köldukinn 10 Hafnarfirði, 42 ára. Hann lætur eftir sig konu og sex börn, flest ung og aldraða móð- ur. Albert Egilsson, háseti, Selvogsgötu 14 Hafnarfirði, 30 ára. Hann lætur eftir sig konu og eitt barn og átti móður og fóstur- móður á lífi. Sigurjón Benediktsson, háseti, Vestur- braut 7 Hafnarfirði, 17 ára. Hann átti aldr- aða foreldra á lífi. Stefán Guðnason, háseti, frá Stöðvarfirði, 18 ára. Hann átti móður á lífi. Einar ólafsson, háseti, frá Skeljabergi í Sandgerði, 19 ára. Hann lætur eftir sig unn- ustu og átti foreldra á lifi. Þeir, sem komust af, voru: Guðjón Illugason, skipstjóri. Guðmundur Ársæll Guðmundsson stýrimaður. Ingvar Ingvarsson matsveinn. Bjarni Hermunds- s°n, háseti. Guðmundur Ólafsson, háseti. Óskar Vigfússon, háseti, Ágúst Stefánsson háseti. Allir búsettir í Hafnarfirði. Guðjón Ármann Vigfússon, háseti, Silfurtúni við Hafnarfjörð. Pimmtudaginn 26. nóvember fór fram minningarathöfn i Hafnarfjarðarldrkju um sjómennina, sem fórust með m/s Eddu, og jafnframt var þá gerð útför Alberts Egils- sonar og Sigurjóns Guðmundssonar. — Fjársöfnun var hafin til þeirra, er misstu ástvini sína í Edduslysinu, og söfnuðust rösklega fjögur hundruð þúsund lcrónur. Vélskipið Edda var 184 rúml. að stærð, smíðað í Hafnarfirði 1944 og var eign Einars Þorgilssonar & Co. h.f. í Hafnarfirði. Verða smíðuð þýzk veiði- og verksmiðjuskip? Dr. Sonnemann, fulltrúi i atvinnumála- ráðuneytinu þýzka, leggur til, að hætt verði við að smíða fiskiskip af sömu gerð og þau eru nú. Af þeim sökum hefur verið rætt um, hvort hagkvæmt væri að smíða stór veiði- og verksmiðjuskip. Hann sagði, að vafa- laust yrðu gæði fisksins mun rneiri, ef hann væri verkaður þegar í stað, er hann veiddist. En til þess að auka fiskneyzlu verður að auka gæði fisksins. Dr. Sonnemann hefur einnig hvatt Þjóð- verja til þess að mynda rannsóknarfélög, líkt og aðrar þjóðir, til þess að gera tilraunir með skip, sem yrði veiðiskip og verkunar- slöð i senn. Undirbúningur að þessu er þegar hafinn. Dr. Sonnemann ráðgerir að kalla saman fund mjög bráðlega, þar sem reynt verður að gera sér grein fyrir tæknilegum vandamálum, sem verður að leysa, og hve mikill kostnaður fylgir slíkum tilraunum. Dr. Sonnemann telur, að ekki séu góðar liorfur á fisksölu til hernámssvæðis Ráð- stjórnarrikjanna, þótt gert hafi verið ráð rvr- ir sölu á fiski og fiskafurðum fyrir 20 millj. mörk í samningi milli hernámssvæðanna. Hann álítur, að mestu erfiðleikarnir í sam- handi við þessi viðskipti verði greiðsluerfið- leikarnir. Hann reyndi ásamt viðskiptamála- ráðherranum að koma á gagnkvæmri ábyrgð milli hernámssvæðanna, en það myndi auð- velda viðskiptin.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.