Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Síða 8

Ægir - 01.11.1953, Síða 8
262 Æ G I R ur rekin, verður í höfuðdráttum framhald af starfi Rannsóknarstofu Fiskifélagsins og dr. Sigurðar Péturssonar, gerlafræðings. í sambandi við rannsóknarstofurnar verður aðstaða til þess að prófa fóðurgildi fisk- mjöls og annarra fóðurefna úr sjávarúrgangi á tilraunadýrum, þar verður einnig allsherj- ar bókasafn fyrir sjávarútveg og fiskiðnað. Eitt af því allra nauðsynlegasta í sambandi við rannsóknarstarfsemi er gott bókasafn. Þar þurfa ekki einungis að vera rit og bæk- ur, sem snerta fiskiðnaðinn, heldur þarf jafnframt að viða að safninu öllum skýrsl- um, sem aðrar þjóðir gefa út um fiskiðnað, svo og einkaleyfum, sem veitt eru og snerta þennan iðnað. Loks þarf að vera hægt í sam- bandi við bókasafnið að gera útdrætti úr stórum greinum um nýjungar í fiskiðnað- inum og birta síðan í íslenzkum tímaritum. Önnur deild þessarar stofnunar verður eins konar skóli eða kennsluslofnun. Ætlun- in er að halda þar námskeið fvrir verkstjóra og fagmenn i iðnaðinum og láta þá kennslu ná til allra sérgreina iðnaðarins, þegar fram líða stundir. En fyrst í stað er einkum hugs- að til þess að stofna til kennslu í niðursuðu vegna þess, að þar er þörf meira átaks en í öðrum greinum fiskiðnaðarins. Á því sviði megum við heita nýliðar og verðum því að keppa við þjóðir, sem hafa að baki langa revnslu á niðursuðuiðnaði. Sérstakur hluti í byggingunni er ætlaður fyrir kennslustofn- unina. Þriðja deild stofnunarinnar er tilrauna- verksmiðja. Er henni ætlað stórt rúm í hyggingunni. Hún verður búin litlum út- gáfum af flestum þeim tækjum, sem not- uð eru í fiskiðnaði, svo sem litlum frysti- geymslum með misjafnlega miklu frosti, margvíslegum tækjum til eftirvinnslu lýs- is, kvörnum, skilvindum, pressum og þurrk- urum til vinnslu fóðurefna úr margvis- legum fiskúrgangi, tækjum til niðursuðu o. s. frv. Mörg af þessum tækjum eru þeg- ar til og sum tekin í notkun. Nokkur hluti þeirra er keyptur fyrir framlag frá efna- hagssamvinnustofnuninni. Tilgangurinn með tilraunaverksmiðjunni er að prófa nýj- ar vinnsluaðferðir og endurbæta eldri. Þar verður aðstaða til þess að frysta fisk og A veggborði sjást lœki til sgrustigs- ákvörðunar og hita- stigsmœlingar i nið- nrsuðndósum. Gerla- rannsóknarstofa.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.