Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1953, Page 5

Ægir - 01.11.1953, Page 5
Æ G I R 259 Stofnun fyrir rannsóknir í þágu sjávarútvegsins. Ekki eru skiptar skoðanir manna um það, að á siðastl. hálfri öld hafa orðið meiri framfarir á íslandi en allar aldir áiður, síðan bijggð hófst hér. Gildir þetta ekki sízt um sjávarútveginn, er drggstan þátt átti í að renna stgrkum stoðum undir efnahagslíf landsmanna. En með hliðsjón af þessu er vert að gefa því gaum, að lengst af þann tima, meðan þessu fer fram, vinnur aðeins einn vísindamaður i þágu isl. sjávarútvegs, og þó oftast i igripum frá öðru starfi. Á þessu hlaut að verða breyting, ef atvinnuvegur sá, sem skapar meginútflutningsverðmætið, átti ekki að verða af þeirri þróun, er átti sér stað hjá öðrum fiskveiðiþjóðum. — Nýlega ræddi ég við dr. Þórð Þorbjarnarson um fiskiðnrannsóknir hér á landi. Bar einkum á góma, hvar þeim er nú komið og hvað á prjónum er i sambandi við fram- tíðina. „Hvenær hófst þú að sinna fiskiðnrann- sóknum hér á landi?“ „Telja má, að ég réðist til Fiskifélags ís- lands 1934. Ég var þá reyndar enn við nám, en kom þó heim um sumarið og vann við síldarverksmiðjuna á Hesteyri. Næsta sum- ar hófst karfavinnsla á Flateyri, og var starf nntt þá nær eingöngu við hana bundið og einnig sumarið 1936. Snemma árs 1937 lauk ég námi, fluttist þá alfarinn heim og byrjaði nð fullu og öllu að starfa á rannsólcnarstofu Fiskifélags íslands.“ „Hvernig voru starfsskilyrðin?" „Miðað við það, sem ég hafði séð og kynnzt erlendis, voru þau ekki góð, en vert er að hafa það í huga, að hér var verið að leggja grunn að framtíðarstofnun og vonir stóðu t'l, að smámsaman myndu skilyrðin batna, mátti því vel við una. Með stofnun þessarar rannsóknarstofu hófst ný saga í sölu ýmissa sjávarafurða, t. d. var þá þegar byrjað að selja lýsi eftir vitamínmælingum og innan fárra ára var svo komið, að lýsi var vart selt ur landi nema fyrir lægju gæðavottorð frá rannsóknarstofunni. Skjótt kom i ljós, að verkefnin, sem nauð- synlegt var að sinna, voru mörg og fjölgaði stöðugt. Það varð því ekki hjá því koinizt að fjölga starfsliðinu. En sökum þess. hve hús- næði var lítið, reyndist illkleift að auka mik- ið við rannsóknartækin. Sýnilegt var, að ef ekki reyndist hægt að fá stærra húsnæði fyr- ir þessa starfsemi, var loku fyrir það skotið, að unnt revndist að sinna ýmsum verkefn- um, sem þó voru mjög aðkallandi. Meðal er- lendra þjóða, sem stunda rannsóknarstarf- semi, er það viðtekin regla, að aðbúnaður rannsóknarstofanna og tilkostnaður er í réttu hlutfalli við mikilvægi þess málefnis eða þýðingu þess atvinnuvegar fyrir þjóðar- búskapinn, sem rannsóknirnar fjalla um. Ef eitthvað svipað átti að gerast hér, hlaut að því að koma fyrr eða síðar, að ráðið væri fram úr húsnæðisvandræðum þeim, sem rannsóknarstarfsemi sjávarútvegsins bjó við.“ „Hvernig var svo snúizt við þessu verk- efni?“ „I stuttu máli á þessa leið: Sumarið 1945 starfaði sex manna nefnd stjórnskipuð, og var verkefni hennar m. a. að gera tillögur um endurskipulagningu

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.