Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1953, Page 11

Ægir - 01.11.1953, Page 11
Æ G I R 265 rannsúknarstofu Fiskifélags íslands. Þá hef- ur skapast mikil vinna í sambandi við verk- un sildar fyrir markaði í Austur-Evrópu og nú síðast í sambandi við meinta galla, sem komið hafa fram á þeirri vöru. Atvinnudeild háskólans heí’ur flutt gerla- rannsóknirnar í hið nýja húsnæði rannsókn- arstofunnar. Sigurður Pétursson og Sigríður Erlendsdóttir vinna nú að þeim eins og áðui. Mun starfssvið þeirra nú færast nær alger- lega yfir á fiskiðnaðinn. Aðalverkefni þess- ara rannsókna er nú sem stendur niðursuð- an, og mun svo verða næstu árin. Hefur þeg- ar verið tekin upp samvinna við eina niður- suðuverksmiðju og þannig fengizt aðstæða til margs konar tilrauna og rannsókná, sem ekki var hægt að skapa sér hér fyrst um sinn. Annað helzta verkefni gerlarannsókn- anna hér eru ákvarðanir á B-Vítaminum í ýmsum fiskafurðum. Hafa þegar verið gerð- ar nokkrar slíkar mælingar, einkum á víta- min B12. Auk þess eru svo enn sem fyrr framkvæmdar liér almennar gerlarannsókn- ir fyrir lieilbrigðisyfirvöldin og framleið- endur.“ Að lokum sagði dr. Þórður Þorbjarnarson þetta: „Vitaskuld tekur langan tíma að hysgja upp rannsókna- og tilraunastofnun fyrir meginatvinnugreiri þjóðarinnar. Að sumu leyti er það heppilegt, að sú uppbygg- ing sé ekki of ör. Af því, sem nú hefur verið sagt, má vera ljóst, að rannsóknarstofnunin við Skúlagötu á að vera miðstöð fyrir rann- sóknir, tilraunir og leiðbeiningarstarfsemi fyrir sjávarútveg og fiskiðnað.. Öll uppbygg- ing þessara stofnunar er við það miðuð, að liún verði sem hæfust, til þess að leysa af liendi þau margvislegu verkefni, sem henn- ar bíða.“ Reikningar Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar fyrir árið 1952 hafa nýlega verið birtir. Hagnaður af togurunum, sem eru þrir, varð kr. 196 650.20, þegar fyrning hafði verið dregin frá. Hagnaður af fiskverkun og öðr- um rekstri í landi nam kr. 1 022 594.22, þar af á saltfiski kr. 460 668.05 og liarðfiski kr. 186 024.27. Alls greiddi útgerðin í vinnu- laun á árinu kr. 6 009 634.51, þar af voru Jaun skipverja kr. 4 321 491.91 og til verka- manna í landi lcr. 1 688 142.00. Eignir Bæj- arútgerðar Hafnarfjarðar í árslok 1952 voru kr. 15 533 953.17, en skuldir kr. 9 399 953.62. Eignir umfram skuldir voru því kr. 6 133 999.62.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.