Ægir

Årgang

Ægir - 01.11.1953, Side 15

Ægir - 01.11.1953, Side 15
Æ G I R 269 Kort þetta sýnir vitana og ijóshring þeirra 1. desember 1953. Kostnaður. Byggingakostnaður hefur undanfarin ár numið um 1 milljón króna, en reksturs- kostnaður er orðinn um 9 milljónir króna á ári. Kostnaður samtals nemur því nú orðið um 4 millj. króna á ári. Kostnaðurinn hefur aukizt mjög í krónu- tali síðasta áratuginn, vegna minnkandi verð- gildis peninga, þó ekki meira en svo, að hann er nú um það bil fjórfaldur á við það, sem hann var fyrir tíu árum. Vitagjald- ið, sem ætlað er að standa undir vitarekstrinum, hef- ur hins vegar hækkað miklu minna, og hefur ekki nema um það bil tvöfaldast frá því, sem það var fyrir styrjöldina. Heildarkostnaður við vita- byggingar og allan rekstur vitanna frá önd- verðu og fram til ársins 1943, nam um 10 milljónum króna, og vitagjaldið samtals fram að þeim tíma 9,8 milljónum króna eða mjög svipaðri upphæð. Nú hefur þetta breytzt svo, að heildarkostnaðurinn í árslok 1952 nemur samtals 33,7 milljónum kr., en vitagjaldið samtals á sama tíma 17,1 millj. kr. eða aðeins rúmum helmingi kostnaðar. Mismunurinn hefur verið lagður fram úr ríkissjóði. Reykjanes- vitinn. Fyrsti vitinn, sem reistur var á fslandi. Verkefni framundan. Þó að tekizt hafi nú að ná allmerkum á- fanga í þróun vitalýsingarinnar hér við land, er margt enn ógert, eins og vikið er að í upphafi þessa máls. Ljósmagn vitanna þarf að auka, sérstak- lega margra strandsiglingarvitanna. Flestir eru þeir þannig byggðir nú, að þeir eru meira og minna sjálfvirkir, og því ódýrir í gæzlu og rekslri yfirleitt. Með auknu Ijósmagni kemur aukin gæzla og þar af leiðandi dýr- ari rekstur. Ljósmagnið er jdirleitt ekki unnt að auka neitt að ráði nema með nýjum tækj- um, sem krefjast stöðugrar gæzlu. í sam- bandi við aukningu Ijósmagnsins kemur þó einnig til greina raflýsing vitanna, þar sem til rafmagns næst frá bæjarneti eða orku- veitum, en það er enn sem komið er á til- tölulega fáum stöðum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.