Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1953, Page 23

Ægir - 01.11.1953, Page 23
Æ G I R 277 brosti hún þó og þakkaði fyrir. Stundarkorni síðar birtist hún með þrjá kassa. Úr svip hennar mátti lesa, að þar væri nú ekki komið að tómum kofanum. Óskar leit á kassana, tók einn vindil úr hverjum, strauk þá og skoðaði vendilega. Síðan lagði hann þá alla í sitt fyrra far. „Þetta eru al!t sveitamannavindlar. Mað- ur verður að fá góðan vindil eftir hræring. Eigið þér ekki til Duc George“ sagði biifræð- ingurinn frá Hvanneyri og eigandi land- námsjarðar Eiríks rauða. Hið stóra andlit Óskars rúmaði tíðast óvenjumikið af fölskvalausu barnsbrosi. Nú stóð stúlkan með kassana andspænis því, en eigi að siður leyndi sér ekki, að henni var brugðið. „Ég held maður ætti að bregða sér yfir í Vaglaskóg í dag. Við skulum fá Helga Páls- son með. Ég hringi og læt hann útvega bil.“ Óskar var nú staðinn upp og hafði fengið vindil. Upp úr hádegi ók billinn inn og út með firði sem leið liggur yfir i skóg. Við Helgi vorum skutbúar og fór hið bezta um okkur. Helgi færði í tal bryggjugerð Óskars í Kaflavik og kvað hann hafa sýnt mikinn dugnað og áræði við það mannvirki. „Maður komst ekkert. Það voru alltaf ein- hverjir djöflar að bregða fyrir mann fæti. Það er alltaf fullt af mönnum, sem hræð- ast brejdingar og nýjungar. Og þetta eru svo smásálarlegir karlar, að hjartað fer að hoppa i þeim, ef einhver kemst með fótinn fram fyrir þá. En þessum náungum er hælt, þeir fá krossa og glingur og hafa þó aldrei skeinzt við að koma lifrarbroddi í pott, hvað þá meira. Hann fær ekki alltaf hlýjar kveðjur iiann Eggert Classen og það er alltaf verið að hyrja, að hann sé smákarl og ekkert nema ihald. En ég hef engan þekkt, sem hefur verið eins velviljaður sjávarútveginum af hessum mönnum, sem hafa farið með pen- ingaráð. Hann var lika stórhuga. Ég þekkti hetta vel af reynslu, því að ég átti mikil skipti við hann.“ Við hölluðum okkur út af í skóginum nið- llr undir Fnjóská. Óskar var vansvefta og vddi láta renna i brjóst sér. Bjarkarilmur smaug í vitin og fugl söng hér og þar. Ég var allt í einu horfinn til Reykjavíkur, nokk- ur ár að baki og ég staddur í Hafnarstræti. Sumar fór í liönd, en óráðið um atvinnu, enda ekki auðfengin. Átti ég, unglingstetur, að áræða inn á þennan kontór og festa mig í skiprúm til hausts. Gat ekki Óskar Hall- dórsson verið kominn á liöfuðið í haust og hvað þá um veturinn. Menn sögðu, að Óskar borgaði ef hann gæti, en það væri ekkert að vita, hvernig síldin færi í sumar. — Ég labh- aði út á strætið án þess að hafa barið dyra á kontór Óskars. — Uppi í kaupþingssal var fiskiþing. Óskar lýsti veðurfarinu norðan og sunnan Reylcja- nesskaga. Frátök í Keflavik, þegar daglega var róið í Grindavík. Ekki komist á sjó í Grindavík, þegar allir réru norðan nessins. En svo var allt i einu kominn rafmagnsjárn- fcraut yfir þveran skagan. Bátarnir runnu á milli vikanna, eftir því hvernig stóð á veðri. — „Þessa braut á og þarf að leggja,“ sagði Óskar, og fiskiþingsfulltrúar vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þegar rætt var um það á fiskiþingi, að isl. útvegsmenn ættu þess kost að fara í lcynnisferðir til nágrannalanda, einkum Noregs, lét Óskar falla orð á þessa leið: Þetta er gott mál, það er nauðsynlegt að menn sjái og kynnist, hvað aðrir hafast að i útvegs- málum. Ég segi ekki, að það megi ekki sitt- hvað læra af því að fara til Noregs, en við eigum ekki að hugsa svo skammt, við eigum að senda menn til Japan. Þar má læra margt, Japanir kunna vafalaust bezt til fiskiðnaðar. Siðar bar þessi hugmvnd Óskars á góma á milli okkar. „Menn hlógu að þessari uppá- stungu minni, töldu, að fremur mætti læra af öðrum þjóðum en Japönum og svo væri það að fara heiminn á enda að komast til Japan. Á svona úrtölur er ekki hlustandi. Það tek- ur skemmri tima að komast þangað núna, en ég var á leiðinni i verstöðvarnar fvrir austan fjall, þegar ég hóf minn bræðslu- mannsferil. Heimurinn er of lítill, en ekki of stór, og svo eru menn að láta sér vaxa í augum að heimsækja Japan. Maður fer aldr- ei of langt til þess að græða, en ég er sann-

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.