Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1953, Page 26

Ægir - 01.11.1953, Page 26
280 Æ G I R Þingið telur, að heimila eigi útgerðarfyrir- tækjum, hvers konar fiskvinnslustöðvum, síldarverkunarstöðvum, síldarverksmiðjum og fiskimjölsverksmiðjum, að draga vara- sjóðstillag frá hreinum tekjum við álagningu skatta og útsvara, er nemi helming teknanna áður en skattar og útsvör, sem greidd hafa verið á árinu, liafa verið dregin frá tekjun- um. Ákvæði skattalaga um að flytja megi tap, sem verður á atvinnurekstri félaga eða ein- staldinga milli ára uin tvenn áramót og draga frá skattskyldum tekjum, breytist á þann veg, að frádráttarheimildin gildi þar til tapið er afskrifað að fullu og rekstrar- hagnaði viðkomandi félags eða einstaklings. Þingið leggur áherzlu á, að upp í skatta- lög verði tekin ákvæði um skattaivilnun sjómanna þannig, að % hluti af tekjum skipverja á fiskiskipum skuli dregin frá tekjum við álagningu tekjuskatts og út- svars og telur, að þessi skattfriðindi myndu liafa veruleg áhrif í þá átt að íryggja nauð- synlegan mannafla á fiskiskipaflotann.“ Fúi í fiskiskipum. „Fiskiþingið samþykkir, að nú þegar sé sett strangt eftirlit á innflutning þessa við- ar, og einnig nú þegar strangt eftirlit á eik þá, sem liefur verið innflutt á þessu hausti. og þegar er farið að smíða fiskiskip i'ir. Fiskiþingið telur að banna eigi að flytja inn aðra eik frá Ameríku en þá, sem er flolckuð sem 1. flokks efni í skip.“ Hagnýting sjávarafurða. „1. Fiskiþingið skorar á Fiskimálasjóð að styrkja niyndarlega hvers konar við- leitni einstaklinga og félaga í tilraun- um til aukinnar fjölbreytni hvers kon- ar fiskafurða, svo sem niðursuðu og reykingu síldar, eða á annan hátt lil sölu á innlendum eða erlendum mark- aði 2. Að styðja meira en til þessa markaðs- leit á hvers konar sjávarafurðum sem víðast um lieim. í því efni þarf að vanda vel til þess erindreksturs.“ Síldar- og fiskmjölsverksmiðjur. „Fiskiþingið ítrekar fyrri samþykktir sín- ar um síldarbræðslu á Seyðisfirði. Jafnvel telur þingið nauðsynlegt, að á þeim stöðum, þar sem fyrir eru beinaverk- smiðjur, verði veitt fyllsta fyrirgreiðsla til þess að koma þar upp tækjurn til síldar- vinnslu.“ Vitamál. „1. Fiskiþingið skorar á Alþingi og ríkis- stjórn að veita ríflegri fjárhæð á fjár- lögum til vitamálanna heldur en verið hefur, til þess að ljúka sem fyrst nauð- synlegum umbótum á þessu sviði. ‘2. Fiskiþingið skorar á vitanefnd og vita- málastjóra að vinna ötullega að eftir- töldum framkvæmdum um byggingu, endurbætur og athuganir vita, sjó- merkja og siglingamerkja. 3. Ljósvitar. a. Að byggður verði viti á Lundey á Skjálfanda. b. Að reistur verði viti á Geirfugla- skeri við Vestmannaeyjar. c. Að reistur verði viti á Rifi á Snæ- fellsnesi. d. Að reistur verði viti á Seley við Reyðarfjörð. e. Að reistur verið viti á Hvalnesi við Austurhorn. f. Að haldið verði áfram atliugun uin vitabyggingu á Hvalbak. g. Að reistur verði viti á Hellisnýpu á Hólmsbergi. li. Að reistur verði viti á Spákonufells- höfða og athugað um byggingu vita við Skallarif. 4. Aukið ljósmagn. a. Að aukið verði ljósmagn Stórhöfða- vitans. b. Að aukið verði Ijósmagn Krossnes- vitans. c. Að aukið verði ljósmagn Galtar- vitans. d. Að aukið verði ljósmagn Óshólma-: vita.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.