Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1953, Page 28

Ægir - 01.11.1953, Page 28
282 Æ G I R Austfjörðum og Vestfjörðum, fyrir þyngstu tegund brennsluolíu, svo að dreifingar- líerfið sé sem fullkomnast. Telur fiskiþingið eðlilegt og sjálfsagt, að olíufélögin komi geymurn þessum upp.“ Bygging fiskiðjuvera. „Fiskiþingið skorar á ríkisstjórn og Al- þingi að styðja öfluglega bvggingar full- kominna fiskiðjuvera, þar sem góð skilyrði til fiskiðnaðar eru fyrir hendi og góðar Lafnir. Fiskiþingið leggur áhrezlu á, að á nokkr- um stöðum, t. d. á ísafirði, sé um aðkallandi nauðsynjamál að ræða og væniir, að Alþingi og ríkisstjórn veiti málinu fyllsta brautar- gengi.“ Landhelgismál. „A. Fiskiþingið lýsir ánægju sinni yfir þeim mikilsverða áfanga, sem náðst hefur í Iandhelgismálinu siðan síðasta þing Fiskifélagsins var haldið og þakkar ríkisstjórninni, hvernig hún hefur hald- ið á málstað íslands á þeim vettvangi. Þingið lítur svo á, að ríkisstjórn ís- lands beri að leggja höfuðáherzlu á það, að verja þau fiskveiðitakmörk, sem nú eru, og slaka þar hvergi til, en að því beri að stefna, að íslendingar helgi sér allt landgrunnið. Þingið telur, að óhjákvæmilegt sé, að íslendingar fái til umráða hrað- skreitt eða hraðskreið gæzluskip, er gangi allt að 20 sjómílur. Meðan verið er að athuga, hvað bezt hentar okkar staðháttum, tclur þingið nauðsynlegt, að taka á leigu skip, sem að minnsta kosti fullnægja framan- greindum skilyrðum til landhelgis- gæzlu. Einnig telur þingið eðlilegt, að flug- vélar verði teknar í þjónustu land- helgisgæzlunnar. Fiskiþingið leggur áherzlu á, að sjó- menn á fiskiskipum og öðrum skipum kring uni land, geti unnið þýðingar- mikið starf fyrir landhelgisgæzluna, með upplýsingum um landhelgisbrjóta og beinir því til framkvæmdastjóra landhelgisgæzlunnar, að gera sitt ítr- asta til að notfæra sér aðstoð þeirra í þessu starfi. Þá leggur þingið áherzlu á, að til starfa við landhelgisgæzluna veljist eingöngu úrvalsmenn. B. Fiskiþingið leggur áherzlu á, að ekki færri en 5 skip sinni eingöngu björgun og gæzlu veiðarfæra og aðstoð við fiski- flotann kring um landið og telur eðli- legt, að þessi skip verði fyrst og fremst starfrækt á þeim grundvelli, en sinni landhelgisgæzlunni aðeins, þegar þeirra er ekki þörf við ofangreinda starfsemi. Hins vegar verði stefnt að því, að aðskilja sem mest landhelgisgæzluna frá björgun og gæzlu veiðarfæra, en hvort tveggja verði þó undir sömu stjórn." Húsbygging fiski- og fiskiðnaðarrannsóknarstöðvar. „Fiskiþingið mælir eindregið með því, að framlengdur verði næstu fjögur ár núver- andi tekjustofn, %% af útflutningsgjaldi, til áframhaldandi byggingar rannsóknar- stöðvar, og leyfi verði veitt samkvæmt um- sókn byggingarstj órnar. Telur fiskiþingið knýjandi nauðsyn á því, að þessi fyrirhugaða bygging komist sem fyrst upp, svo að þessari mikilvægu vísinda- starfsemi verði sköpuð sem bezt starfsskil- yrði.“ Frumvarp til laga um síldarleit. „Fiskiþingið samþykkir að skora á Al- þingi að samþykkja frumvarp þeirra Einars Ingimundarsonar, þingmanns Siglfirðinga o. fl. um síldarleit fyrir Norður- og Austur- landi. Ennfremur leggur fiskiþingið til, að hafðar verði minnst tvær góðar flugvélar í síldarleit á svæðinu frá Látrabjargi og austur um. Flugvélarnar verði staðsettar á heppileg- ustu stöðum, að fróðra manna dómi.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.