Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1953, Síða 31

Ægir - 01.11.1953, Síða 31
Æ G I R 285 Síldveiðin á Grundarfirði. í októbermánuði síðastliðnum töldu sjó- menn í Grundarfirði sig yerða vara við síld öðru hvoru. Hún óð ekki og fékkst heldur ekki í net, en hins vegar varð vart við hana á dýptarmæla. Seint i mánuðinum kom varð skipið Ægir inn í fjörðinn og fann þá síld með hinu nýja acdic-tæki sínu. Lagði hann þá nokkur net, en í þau fékkst engin síld, og hvarf hann þvi á hraut við svo búið. Um mánaðamótin okt.-nóv. ætlaði m/b Arnfinn- ur að reyna að fiska þorsk í lierpinót. Áður en reynt væri við þá veiði, fann báturinn síld í Grundarfirði þann 3. nóvember og fékk þá á skömmum tíma 863 mál, sem voru lögð á land í Stykkishólmi daginn eftir. Þegar þessar fregnir bárust, töku útgerð- armenn þegar að búa skip til herpinótaveiða í Grundarfirði, einkum á verstöðvum við Faxaflóa og á Snæfellsnesi. Nokkur skip komu einnig til veiða frá Vestfjörðum og Norðurlandi. Mikil útþensla hefur orðið í veiðum í vötnum. Þær veiðar fara aðallega fram í Dónárósum, en þar búa 10 þús af þeim 18 þús. fiskimönnum, sem eru í Rúmeníu. Þeir veiða styrju og sild, sem leita inn í ósinn til þess að hrygna eða afla sér fæðu. Einnig veiða þeir makríl. Frá þessu svæði kemur 90% styrjuaflans og 80% sildaraflans í Rúmeníu. Nú eru gerðar tilraunir til þess að auka heildaraflann með því að byggja stíflugarða og grafa síki, þar sem vatnið safnast fyrir og þannig stækka hrygningarstöðvarnar. — Einnig fer þar fram fiskklak, einkum á sil- ungi. I sambandi við hinar miklu vatnsvirkjanir í Rúmeníu munu myndast 100 þús. fermílna vatnsþrær við Neðri Dóná. Úr fjórða hluta þessa svæðis munu fást um 50 kg. af fislci á fermílu á ári. Með þessum stiflugerðum og með vísindalegri skipulagningu fiskveiðanna er búizt við, að úr Dónárósum megi fá árlega 12 — 15 þús. smál. af fiski. Síldin reyndist vera svokölluð kópsild, 15 -—25 cm löng og fitumagn hennar mældist 13—14%. Um skeið var ágæt veiði í firðin- um, en tregaðist fljótt, þá er veiðiskipum fjölgaði, enda var veiðisvæðið mjög lítið. Talið er, að um 40 skip hafi farið til veiða i Grundarfjörð, en aflaskýrslur bárust frá 35 skipum, sem öfluðu 33713 mál, og fór sá afli allur í bræðslu á eftirtöldum stöðum: Mál. Verksm. Sig. Ágústssonar, Stykkish. 14008 Verksmiðjan í Ólafsvík............... 1798 Akranesverksmiðjan ................... 201 Síldar- og fiskimjölsverksm. í Rvík 10516 Lýsi og Mjöl, Hafnarfirði............ 7152 Fiskiðjan s.f., Keflavík .............. 38 Samtals 33713 Verksmiðjurnar munu flestar hafa greitt kr. 60.00 fyrir málið, og hefur aflaverðmætið til útgerðarmanna þvi verið um tvær millj. króna. Þessi afli varð því miður mjög dýrkeypt- ur. í aftaka veðri aðfaranótt mánudagsins 16. nóvember hvolfdi mótorskipinu Eddu frá Hafnarfirði, þar sem hún lá fyrir akkerum skannnt frá bryggju í Grafarnesi. Upp úr þessu ofviðri varð ekki frekar um síldveið- ar í Grundarfirði. Fiskibátar til sölu. Ef þér hafiá í hyggju aá kaupa skip í Danmörku, ættuá þér aá leita tilboáa hjá oss, hvort heldur um nýsmíái eáa notaáan bát er aá ræáa. Vér sjáum um allan útbúnaá til skipa og veitum fyrsta flokks þjónustu. Leitiá tilboáa. Esbjerg Skipskommission. Frú Folmer Christensen N.]. Poulsensvej 10. Esbjerg. Danmark. Sími 1737. Símnefni: Realship.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.