Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1980, Page 11

Ægir - 01.10.1980, Page 11
Samstarfsverkefni um hönnun og raðsmíði íslenskra fiskiskipa ^ngólfur Sverrisson: Markmið og skipulag Þegar Félag dráttar- brauta og skipasmiðja á- kvað á öndverðu þessu ári að stefna að því að samstilla krafta íslenskra skipasmíðastöðva til að vera sem best búnar að mæta fyrirsjáanlegri þörf að endurnýja bátaflota landsmanna, var ljóst að slíkt átak krefst góðs skipulags og markviss und- *rbúnings. Af þeim sökum var það eitt fyrsta við- angsefnið að setja Samstarfsverkefni um hönnun °§ raðsmíði fiskiskipa skýr og ljós markmið. Einnig að ákveða hvernig stjórnun þessa samstarfsverk- e nis yrði hagað, fjármögnun og framkvæmdaröð. ^eginmarkmið t ^eginmarkmið þessa samstarfsverkefnis er eftir- ‘arandi: Sýna fram á endurnýjunarþörf bátaflotans. Hanna í samráði við útgérðaraðila og þátt- tökufyrirtæki, þrjár til fjórar gerðir alhliða fiskiskipa með mestu lengd milli 20-39 metra. 3- Vinna sem mest af hönnunarvinnu á samstarfs- grundvelli í því augnamiði að lækka kostn- aðinn. Gera samræmdar og ítarlegar tilraunir með •íkön af þeim skipum sem hönnuð verða, til að tryggja sjó- og mótstöðuhæfni þeirra. • Koma af stað og samræma raðsmíði þeirra skipa sem ákveðið verður að smíða hjá íslensk- Urn skipasmíðastöðvum eftir ofangreindum íeikningum og ná með þeim hætti fram sem skemmstum smíðatíma og lægstu söluverði. 6. Skapa - með þessu samstarfsverkefni - grund- völl fyrir því að stjórnvöld og fjármögnunar- aðilar samþykki að umrædd raðsmíði fiskiskipa fari fram án þess að kaupsamningar hafi verið gerðir fyrirfram. Af þessari upptalningu er ljóst að í mikið er ráðist og ekki ofmælt að ef þessi markmið ná fram að ganga þá myndast allur annar og betri grund- völlur fyrir íslenskar skipasmíðar. Auk þess ætti útgerðaraðilum að vera þessi þróun hagstæð með því að skip smíðuð innanlands í samvinnu við þá aðila sem gerst þekkja til þarfa íslenska útvegs- ins - útgerðarmanna, sjómanna og íslenskra skipa- smíðastöðva - verða að öðru jöfnu betri atvinnu- tæki og vinnustaður en þau skip sem smíðuð eru að verulegu leyti með hliðsjón af allt öðrum aðstæðum en við eigum að venjast. Það er heldur ekki ofmælt, að sú þekking á þörf- um íslenskra fiskiskipa sem skipstjórnar- og út- gerðar- og tæknimenn íslenskra skipasmíðastöðva hafa safnað saman hér innanlands sé það veganesti sem best gefst við að endurnýja fiskiskipaflota landsmanna. Með þessu samstarfsverkefni verður m.ö.o. öll innlend reynsla nýtt til að ná fram því markmiði að saman fari hagstætt verð og bestu gæði; á báð- um þessum þáttum verður tekið í þessu samstarfs- verkefni. Skipulag - stjórnun Samstarfsverkefnið hefur sérstaka stjórn - verk- efnisstjórn - og er Þórleifur Jónsson framkvæmda- stjóri Félags dráttarbrauta og skipasmiðja formaður hennar. Aðrir stjórnarmenn eru: Frá sjávarútvegsráðuneytinu, Emil Ragnarsson skipaverkfræðingur. Frá iÖnaðarráðuneytinu, Jafet Ólafsson deildar- stjóri. Frá þátttökufyrirtækjunum, Bjarni Einarsson ÆGIR — 515

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.