Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1980, Síða 23

Ægir - 01.10.1980, Síða 23
bresti. Við eðlilegar ástæður er gert ráð fyrir að afrakstursgeta Norðursjávarsíldar sé 7-800 þús. tonn á ári. Norsk-íslenski sfldarstofninn Eins og fram kom hér að framan hafa síldveið- ar verið stundaðar við vesturströnd Noregs öldum sarnan. Var síldin sem þarna veiddist ýmist ókyn- Þroska smásíld og svokölluð feitsíld sem einkum Netddist þó við norður Noreg og kynþroska síld SeiT> kom til hrygningar að vetrar eða vorlagi. Síldveiðar við ísland hófust hins vegar ekki að °einu ráði fyrr en seint á síðustu öld. í byrjun Pessarar aldar þróuðust hins vegar miklar síld- Xeiðar að sumarlagi við norðurströnd íslands. Þessi s'ld var mjög feit og hentug til söltunar og varð fræg undir nafninu Íslandssíld. Á þessum árum hvarflaði e^ki að neinum að hér væri um sama síldarstofn raeða er hrygndi við vesturströnd Noregs að j'etrarlagi en gengi svo vestur á bóginn allt til slands til fæðuöflunar og var síðari helming ársins a Islandsmiðum eins og Dr. Árni Friðriksson sann- a^' eftirminnilega með bók sinni Norðurlandssíld- 'n er út kom 1944 og síðari merkingatilraunir stað- testu. Ejórða mynd sýnir afla sem tekinn var úr Norsk- slenska síldarstofninum á tímabilinu 1950-1974. Th°usand (ons Eins og glögglega sést á myndinni eru það Norður- lönd sem eiga mestan hluta aflans. Á tímabilinu 1950-1960 er hlutur Norðmanna langmestur enda höfðu sumarsíldveiðar við fsland þá brugðist mörg ár í röð. Eftirtektarvert er að nokkru fyrir 1960 hefjast veiðar annarra þjóða á þessum síldarstofni, einkum Sovétmanna. Hlutur íslendinga í síldar- aflanum jókst þó mikið um og upp úr 1962 og var allt að því jafn mikill og hlutur Norðmanna í kring- um 1965 og 1966. Eftir 1966-67 má segja að allar þjóðir hafi hætt veiðum á þessum stofni nema helst Norðmenn. Það er eftirtektarvert að árið 1966 var heildarafli úr þessum síldarstofni nærri 2 milljónir tonna en tveimur árum síðar var aflinn ekki nema 1/100 af því sem áður hafði verið. Ef athuguð er aldursdreifing aflans kemur í ljós að mjög mikill hluti hans var ókynþroska smásíld eins og glögglega má sjá á fimmtu mynd en þar sést að hlutur smásíldar var að tölu til 60 - 99% af öllum afla sem á land barst úr Norsk-fslenska síldarstofninum. Sjötta mynd sýnir stærð Norsk- íslenska síldarstofnsins eins og áætlað er að hann hafi verið á tímabilinu 1950-1969. Við sjáum að allt fram til 1966 virðist hrygningarstofninn hafa verið 3-10 milljón tonn en hrynur svo á næstu tveimur árum niður í fáein þúsund tonn. Þannig er talið að á árunum 1970 til 1971 hafi svo til engin síld hrygnt við vesturströnd Noregs. Ef borið er safnan hrun Norsk-íslenska síldarstofnsins annars vegar og Norðursjávarsíldarstofnsins hins vegar kemur i ljós að Norðursjávarsíldin fór ört minnkandi á 10-15 ára tímabili en þetta hrun Norsk-íslenska stofns- ins varaði hinsvegar aðeins um þriggja ára skeið. Vísindamenn eru sammála um að smásíldarveiðin 4. mynd. Ajla Norðursjávarsíldar skipl eftir aldri (hlaupandi 5 ára meðaltöl) 1947-1976. ÆGIR — 527

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.