Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1980, Side 24

Ægir - 01.10.1980, Side 24
hafi verið orðin svo mikil um og upp úr 1965 að svo til engir nýir árgangar hafi bæst í hrygningar- stofninn eftirað árgangarnir frá 1961 komuígagnið um og eftir 1965-66. Veiðitæknin var svo fullkom- in að unnt var að hreinsa smásíldina úr sjónum án þess að nokkur teljandi hluti hennar næði kyn- þroskaaldri. Þá ber þess einnig að geta að veiðar á stórsíld jukust mjög á þessu tímabili og flýttu fyrir hruni stofnsins. Ég get þó ekki skilist við þessar hugleiðingar án þess að minnast þess að einmitt á sama tíma og ofveiðin var að gera út af við stofn- inn urðu gríðarlegar breytingar á umhverfi síldar- innar. Hitastig sjávar féll mjög á ætisvæðunum- milli fslands og Jan Mayen, þörungagróður minnkaði stórlega og átustofnarnir hrundu þannig að þar varð eyðimörk sem áður hafði verið mikil gróska í sjónum er gert hafði síldinni auðvelt um fæðuöflun. Ég tel engum vafa undirorpið að þessar miklu umhverfisbreytingar hafa valdið þeim miklu breytingum sem urðu á göngum síldarinnar 5. mvnd. Veiðar Norsk-íslensku síldarinnar 1950-1975. 5.b. Veiði fullorðinnar sildar af Norsk-íslenska síldarstofninum 1925-1970. á þessum árum og e.t.v. átt verulegan þátt í þvi hve hrun síldarstofnsins bar brátt að. Enda þótt nú sé liðinn meira en áratugur síðan Norsk-íslenski síldarstofninn hrundi hefur gengið mjög illa að byggja hann upp að nýju. Þannig er talið að á þessu ári hafi hrygningarstofninn aðeins verið 300 þús- und tonn og að undanförnu virðist hann aðeins hafa aukist um 30 þúsund tonn á ári. Alþjóðahaf- rannsóknaráðið hefur gert tillögur um að þessi síldarstofn verði byggður upp í að minnsta kosti tvær og hálfa milljón tonna eins fljótt og unnt er, þar sem í ljós hefur komið að viðkomubrestur verður ef stofninn er minni en þessu nemur. Þá hefur ráðið lagt til að veiðar verði ekki leyfðar fyrr en hrygn- ingarstofninn hefur stækkað verulega frá því sem nu er og nýir og sterkir árgangar hafi vaxið upp. Þaer veiðar sem nú eru leyfðar geta veruleg tafið fyrir vexti og viðgangi stofnsins ekki síst ef ekki tekst betur til um framkvæmd veiðanna en raun varð a t.d. haustið 1977. Veiðar og sfldarstofnar við vesturströnd Skotlands Mynd 7 sýnir hvernig síldaraflinn við vestur- strönd Skotlands hefur breyst á undanförnum árum. í ljós kemur að fram til 1965 er síldarafl' Norsk-íslenska síldarstofninum. 528 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.