Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1980, Side 52

Ægir - 01.10.1980, Side 52
Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands um umsóknir um lán á árinu 1981 Á árinu 1981 verða veitt lán úr Fiskveiðasjóði íslands til eftirtalinna framkvæmda í sjávarútvegi: 1. Til framkvæmda í fiskiðnaði. Eins og áður verður einkum lögð áhersla á framkvæmdir er leiða til aukinnar hagkvæmni í rekstri og bættrar nýtingar hráefnis og vinnuafls og arðsemi framkvæmdanna. Ekki verða veitt lán til að hefja byggingu nýrra fiskvinnslustöðva, eða auka verulega afkastagetu þeirra, sem fyrir eru á þeim stöðum, þar sem talið er að næg afköst séu þegar fyrir hendi til vinnslu þess afla, sem gera má ráð fyrir að til falli í byggðalaginu. 2. Til fiskiskipa. Lán verða veitt til skipta á aflvél og til tækjakaupa og endurbóta, ef talið er nauðsynlegt og hagkvæmt, svo og einhver lán til nýbygginga innanlands. Umsækjendur um lán skulu skila umsóknum sínum á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt þeim gögnum og upplýsingum sem þar er getið, að öðrum kosti verður umsókn ekki tekin til greina (Eyðublöðin fást á skrifstofu Fiskveiðasjóðs íslands, Austurstræti 19, Reykjavík). Umsóknarfrestur er til 1. desember 1980. Umsóknir er berast eftir þann tima verða ekki teknar til greina við lánveitingar á árinu 1981, nema um sé að ræða ófyrirséð óhöpp. Allar eldri umsóknir þarf að endurnýja. Lánsloforð Fiskveiðasjóðs skal liggja fyrir, áður en framkvæmdir eru hafnar.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.