Ægir - 01.10.1980, Page 53
NÝ FISKISKIP
Gróa KE-51
L lok ágúst s.l. afhenti Dráttarbraut Keflavíkur
h/f Keflavík, nýtt 16 rúmlesta eikarfiskiskip, sem er
nysmíði nr. 10 hjá stöðinni. Skipið, sem er af hefð-
"Undinni gerð, hlaut nafnið Gróa KE-51. Eigandi
skipsins er Smári Einarsson, Keflavík, og er hann
lafnframt skipstjóri.
Álmenn lýsing:
Bolur skipsins er smíðaður úr eik samkvæmt
reglum Siglingamálastofnunar ríkisins. Fremsti
hluti þilfars er með reisn, en undir þilfari er skipinu
skipt rneð tveimur þverskipsþilum í þrjú rúm.
_remst undir þilfari er lúkar, þá fiskilest og vélar-
rum aftast. Aftantil á þilfari er vélarreisn úr stáli
°§ þilfarshús úr áli.
1 lúkar eru hvílur fyrir þrjá menn og eldunar-
a^staða, olíukynt Sóló-eldavél. Fiskilest er klædd
krossviði og búin áluppstillingu og álplötum
1 gólfi. j vélarrúmi eru tveir brennsluolíugeymar í
siðum, en ferskvatnsgeymir er fremst í lest. Á
rammastri er bóma fyrir losunarvír.
Mesta lengd ........................ 13.46 m
Lengd milli lóðlína ................ 12.20 m
Breidd (mótuð) ...................... 3.62 m
Dýpt (mótuð) ........................ 1.65 m
Lestarrými ............................ 13 m3
Brennsluolíugeymar ................... 2.0 m3
Ferskvatnsgeymir ..................... 0.4 m3
Rúmlestatala .......................... 16 brl.
Skipaskrárnúmer ..................... 1564
^labúnaður:
Áðalvél skipsins er frá GM, gerð 6-71. sex strokka
fv'gengisvél, sem skilar 185 hö við 1800 sn/mín. Vél-
'n tengist niðurfærslu- og vendigír frá Allison,
§erð MH 30P, með niðurfærslu 2.96:1, og föstum
s rúfubúnaði frá Newage Propulsion. Skrúfa er
ra blaða, þvermál 915 mm og stigning 723 mm.
Við fremra aflúttak aðalvélar er Twin Disc aflút-
d ,(1:1)’ sem við tengist ein tvöföld vökvaþrýsti-
®la fyrir vindur. Vökvaþrýstidæla er frá Hydreco
2 arnworthy af gerð P2A 21-16-16-G3B2A og skilar
" x ^5 1/mín við 1200 sn/mín og 140 kp/cm2 þrýst-
ing. Rafall, reimdrifinn af aðalvél um aflúttak, er
frá Alternator h/f, gerð Hl, 4.5 KW, 24 V. Stýrisvél
er rafstýrð og vökvaknúin frá Scan Steering, gerð
MT 500, snúningsvægi 500 kpm.
Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur. Upp-
hitun í skipinu er frá Sóló-eldavél og miðstöðvar-
ofnum tengdum henni. Fyrir neyzluvatnskerfið
er 24 V rafdrifin dæla, sem dælir frá ferskvatns-
geymi.
Vindubúnaður:
Fyrirhugað er að setja tvær togvindur (splitvind-
ur) frá Elliða Norðdahl Guðjónssyni, sem komið
verður fyrir á lúkarsreisn.
Línu- og netavinda er frá Elliða Norðdahl Guð-
jónssyni, knúin af Danfoss vökvaþrýstimótorum,
OMR315ogOMT315, togátak á línuskífu 0.61 og á
netaskífu 1.2 t. Færavindur eru frá sama framleið-
anda, af Elektra Maxi gerð (rafdrifnar), og eru
sex talsins.
Rafeindatæki o.fl.:
Ratsjá: Japan Radio Co., JMA 300, 24 sml.
Seguláttaviti: Observator.
Sjálfstýring: Scan Steering, Helmsman 250.
Loran: Micrologic ML-220.
Dýptarmælir: Japan Radio Co., litamæliraf gerð
JFV 116.
Dýptarmælir: Japan Radio Co., NJA 550 B.
Örbylgjustöð: Raytheon, Ray 53.
Auk ofangreindra tækja er Bearcat örbylgjuleitari
og vörður. Af öryggis- og björgunarbúnaði má
nefna einn átta manna RFD gúmmíbjörgunarbát
og Callbuoy neyðartalstöð.
ÆGIR — 557