Ægir - 01.10.1980, Side 64
Fiskverð
Framhald af bls. 561
Verðuppbót á karfa og ufsa:
Með vísun til 3. gr laga nr. 4 frá 1. febrúar 1980,
skal greiða 25% uppbót á framangreint verð á karfa
og ufsa allt vertíðmabilið að meðtöldum uppbótum
á kassafisk og línufisk. Uppbót þessi greiðist úr
verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs og annast
Fiskifélag íslands greiðslurnar til útgerðaraðila
eftir reglum sem sjávarútvegsráðuneytið setur.
Önnur ákvæði:
Við stærðarákvörðun skal mæla eftir miðlínu
fisks frá trjónu um sýlingu á sporðblöðkuenda.
öll verð miðast við að fiskur sé veginn íslaus og
seljendur afhendi fiskinn aðgreindan eftir tegundum
á flutningstæki við skipshlið.
Á það skal bent, að æskilegt er að áhafnir veiði-
skipa flokki sjálfar aflann eftir stærð áður en hann
er afhentur til vinnslu verði slíkri vinnutilhögun við
komið,
Reykjavík, 9. október 1980.
Verðlagsráð sjávarútvegsins.
Tilkynning frá beitunefnd
Verð á beitusíld frystri á haustvertíð 1980, hetur
verið ákveðið sem hér segir:
a: Síld, 33 cm og stærri kr. 343.- á hvert kg
b: Síld, 30 cm að 33 cm kr. 272,- á hvert kg-
c: Síld, 27 cm að 30 cm kr. 235,- á hvert kg-
d: Síld, undir 27 cm ... kr. 215.-á hvert kg-
e: Óflokkuð síld, fryst upp
til hópa............. kr. 302,- á hvert kg-
Verðið er miðað við að beitan sé fryst í öskjum og
afhent á bíl eða við skipshlið.
Heimilt verður að bæta geymslukostnaði og
vaxtakostnaði við ofangreind beituverð, samkvæmt
ákvörðun beitunefndar, sem verður tilkynnt síðar-
Verðið gildir frá byrjun síldarvertíðar 1980 þar
til nýtt verð verður tilkynnt.
Reykjavík, 17. september 1980-
Beitunefnd-
Afmæliskveðja
Helgi
Benónýsson
útgerðarmaður
80 ára
Þann 23. apríl s.l. varð 80 ára Helgi Benónýsson.
Hann er fæddur á Stóru Drageyri í Skorradal,
sonur hjónanna Benónýs Helgasonar bónda á
Háafelli í Skorradal og konu hans Guðnýjar
Magnúsdóttur frá Eyri í Flókadal. Helgi stundaði
nám í Hvítárbakkaskóla 1916-1918 og lauk síðan
búfræðinámi frá Hólum 1921. Hann var við bún
aðarnám og landmælingar á Sjálandi 1922. Hanu
fluttist til Vestmannaeyja 1928 og vann þar V1
ræktunarframkvæmdir og búskap. Hann gerðist
útgerðarmaður 1938 og rak lengi útgerð í Vest-
mannaeyjum. Þá var hann einnig verkstjóri hh1
ýmsum fiskverkunarstöðvum í Eyjum.
Hann var trúnaðarmaður Fiskifélags Islanos
frá 1951 og tók sæti á Fiskiþingi 1953 og átti þar
sæti til 1964 og var formaður Fiskifélagsdeildar
Vestmannaeyja um langt árabil. Hann starfa '
einnig um skeið við fiskmat. Helgi hefur skrita
allmikið um sjávarútvegsmál og landbúnaðarma •
Kona hans var Nanna Magnúsdóttir Guðmunds
sonar skipstjóra og útgerðarmanns frá Vesturhus
um í Vestmannaeyjum.
Fiskifélagið sendir Helga beztu kveðjur og árn
aðaróskir á þessum tímamótum.
568 — ÆGIR