Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1983, Side 17

Ægir - 01.10.1983, Side 17
eiginleikar, sem ætla má, að hafi áþekka dreifingu og frumframleiðnin, þ.e. súrefnismettun, blaðgræna (chlorophyll a) og sýrustig (pH). Um súrefnisdreif- 'nguna höfum við áður rætt. Breytingar á sýrustigi með dýpi er auðvelt að skýra. Þær stafa af tilfærslu á jafnvægi mill karbónats og bíkarbónats, sem verður samfara kolsýrunámi plantnanna. Eftirtektarvert er, að blaðgrænuferillinn hefur hámark, sem liggur nokkru dýpra en framleiðnihámarkið, og í einstaka tilvikum kom fram umtalsverður blaðgrænustyrkur niðri á 8-9 m dýpi, þar sem birta var mjög takmörkuð (minni en 1% af yfirborðsbirtunni) og vatnið súr- efnissnautt. Hér hefur sennilega verið um lífrænar agnir að ræða, sem fallið höfðu niður fyrir birtulagið. I samræmi við það var mestur hluti blaðgrænunnar á 9 m dýpi svokallað „phaeopigment“, sem er „lífseig- asti“ hluti hennar. Kísilstyrkur vatnsins reyndist breytilegur eftir dýpi °g einnig eftir árstíðum. Dæmi um sumarástand, Þegar leysinga- eða bræðsluvatns gætir ekki svo telj- andi sé í ferska laginu, er sýnt á 8. mynd. í ferskvatns- laginu er þá kísilstyrkurinn áþekkur því sem algengt er í árvatni hér á landi (130-150 míkromól í lítra). Efst í salta laginu lækkar styrkurinn um meira en helming, þ.e. niður í 50-70 míkrómól í lítra. Ætla má, að kísilstyrkur sjávarins úti fyrir sé á bilinu 7-10 míkrómól í lítra, og stafar því lækkunin án efa af ðlöndun við sjóinn. í neðstu lögum vatnsins vex kísil- styrkurinn aftur á móti mjög vegna uppleysingar á kísli úr leifum kísilþörunga. Á veturna er nokkru meiri kísill í efri hluta salta lagsins en á sumrin, og Veldur því uppleysing kísils úr lífrænum leifum sam- fara mikilli minnkun á súrefni vegna oxunar. í sambandi við hitahámarkið efst í salta laginu Kafði sú hugmynd komið fram, að um áhrif frá jarð- hita kynni að vera að ræða. Nánari athugun, m.a. á kísilstyrknum, leiddi hins vegar í ljós, að svo gat ekki Si (umól/lítra) verið. Blöndun við vatn frá heitum uppsprettum myndi leiða til kísilhámarks samfara hitahámarkinu, þar eð kísilstyrkur heita vatnsins í Ólafsfirði eins og annars staðar er mjög mikill, eða um 1100-1200 míkrómól í lítra, sem er um 8 sinnum meiri en mæld- ist í Ólafsfjarðará og 140 sinnum meiri en í venju- legum yfirborðssjó. En eins og fram kemur á 8. mynd og nefnt var hér að framan, nær styrkurinn einmitt lágmarki efst í salta laginu, þar sem hitahámarkið kemur fram á vorin og sumrin, þveröfugt við það, sem blöndun við heitt hveravatn myndi hafa í för með sér. Hins vegar má telja fullvíst, að hitahámarkið sé til- komið vegna beinna áhrifa af geislun sólar ásamt gróðurhúsaáhrifum, er verða á skilunum milli ferska og salta lagsins, eins og rakið var í inngangi. Umræður um niðurstöður. Hér að framan höfum við gefið stutt yfirlit yfir helstu eðlis- og efnaeiginleika vatnsins. Verður nú vikið að þeim helstu umhverfisþáttum, sem líklegt má telja, að mestu ráði um bæði langtíma og skamm- tíma breytingar á ástandinu. Niðurstöður hinna þéttu, nánast samfelldu hita- mælinga á 3Vi m dýpi, sem lýst var hér að framan, leiða ótvírætt í ljós, að því fer fjarri, að kælingin í efsta hluta salta lagsins eigi sér stað hægt og sígandi, heldur verður hún í stökkum. Þetta gæti bent til þess, að kælingin sé aðallega til orðin fyrir áhrif upp- blöndunar af völdum vinda. En með því að hitahá- mark getur haldist ofarlega í salta laginu vikum og jafnvel mánuðum saman, má telja ólíklegt, að mik- illar vindblöndunar taki að gæta fyrr en náð er tals- verðri veðurhæð. Því þótti fróðlegt að kanna sveiflur í veðurhæð í samhengi við hitabreytingar í vatninu. Á 9. mynd er sýnt samræmi milli hámarks vindhraða hvern dag og staðalfrávik hitans, sem reiknað var út frá 24 hitamælingum á hverjum sólarhring. Staðalfrá- vikið er mælikvarði á daglegar hitabreytingar. Eins og sést á myndinni, bendir samanburðurinn til þess, að um allnáið marktækt samræmi sé að ræða. Petta á einkum við, þegar veðurhæð er mikil. Þannig fer hin snögga hitalækkun hinn 16. september og 6.-7. októ- ber 1980 að heita má alveg saman við mesta vind- hraðann. Þessar niðurstöður styðja eindregið þá ályktun, að hitafallið á haustin í efri hluta salta lagsins verði aðallega til fyrir áhrif vinda. Myndin bendir einnig til þess, að slíkra áhrifa taki ekki að gæta í miklum mæli fyrr en vindurinn hefur náð um það bil 30-40 hnúta hraða. Þegar þykkur ís hefur myndast á veturna, hefur vindurinn að sjálfsögðu ekki lengur ÆGIR - 521

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.