Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1983, Síða 18

Ægir - 01.10.1983, Síða 18
1980 9. mynd. Daglegt staðalfrávik hita á 3‘h m dýpi maí-október 1980 og hámarksveðurhœð á sama tíma. bein áhrif til blöndunar. Lækkun hitans byggist þá á hægfara hitaleiðni upp gegnum ísinn, eins og fram kemur á 4. mynd. Þar sést, að á 4 mánaða tímabilinu janúar-maí 1981 hafði hitinn lækkað um aðeins 1.5°. Með hliðsjón af því samræmi, sem fram kom milli hitabreytinga og veðurhæðar, var reynt að meta, hversu varmaeinangrandi skilin eru milli ferska og salta lagsins í vatninu. í því skyni var gerður saman- burður á mældri varmaaukningu í salta laginu milli tveggja athugana, byggt á hitamælingum, og áætlaðri varmaaukningu út frá veðurfarslegum upplýsingum og ljósmælingum. Veðurstofan lét vinsamlegast í té niðurstöður af mælingum á sólargeislun, sem gerðar voru á Akureyri. Gert var ráð fyrir að þær tölur mætti einnig nota án verulegrar skekkju um Ólafsfjörð. Þá var gengið út frá því, að sýnilegt ljós nemi um það bil 42% af heildargeisluninni og tap vegna endurkasts (albedo) um 7%. Út frá beinum ljósmælingum í vatn- inu ásamt mælingum með sjónskífu, var reiknaður sá hluti heildargeislunarinnar, sem náði niður á 2Vi m dýpi, og þannig var fundið varmastreymið niður í salta lagið á mismunandi tímabilum. Niðurstaðan er sýnd í töflu 1 (4. dálki). í 5. dálki töflunnar er svo sýnt mælt nettó varmastreymi, og það loks borið saman við hið áætlaða varmastreymi (6. og 7. dálkur). Á það skal lögð áhersla, að þessir útreikningar eru ýmsum óvissuþáttum háðir og ber því að líta á niðurstöð- urnar sem grófa nálgun. Það kemur þó skýrt fram, að á styttri tímabilunum ber hinum mældu og áætluðu gildum oftast allvel saman, sem bendir til þess, að skilin milli ferska og salta vatnsins geti verið góður einangrari. En einnig sést, að því fer fjarri, að skilin komi ætíð í veg fyrir varmatap úr salta laginu. Þannig varðveittist aðeins um helmingur varmans á hinu til- tölulega langa tímabili milli 15. júní og 19. ágúst 1980, og á tímabilinu 20. júlí til 20. ágúst 1982 varð nettó varmatap, öfugt við það, sem reyndist í öðrum tilvik- um. Þessi frávik teljum við, að megi að verulegu leyti skýra út frá veðurfræðilegum gögnum. Ef borinn er saman vindhraði (bæði meðal- og hámarkshraði) mánuðina júní-ágúst á árunum 1980, 1981 og 1982 (tafla 2), kemur í ljós, að alla þrjá mánuðina var lítil veðurhæð mun algengari árið 1980 en hin tvö árin, og er það í samræmi við tiltölulega hátt hitastig í salta lag- inu sumarið 1980. Á hinn bóginn var vindhraðinn í júlí og ágúst 1982 mun meiri en hin tvö árin. Samkvæmt upp- lýsingum Veðurstofu varð mjög hvasst á Siglunesi 18.-19. ágúst 1982 og komst þá veðurhæðin um tíma upp í 10-11 vindstig (allt að 55 hnútum). Heimamenn á Ólafsfirði kannast ekki við svo mikla veðurhæð á umræddum tíma, en telja þó, að dagana 15.-18. ágúst hafi verið norðlægar áttir með hvassviðri (allt að 8 vindstigum), og er þar sennilega að finna skýringuna á varmatapinu, sem fram kom við mælingarnar. Við höfum reiknað breytingar á súrefnismagni i salta laginu fyrir mismunandi tímabil á sama hátt og varmastreymið (tafla 3). Fram kemur, að súrefnis- framleiðslan á vorin og sumrin er að meðaltali 0.4-0.7 Taflal Nettó varmastreymi niður í salta lag Ólafsfjarðarvatns. Samanburður á mœldum og útreiknuðum gildum á mismunandi tímabilum. Meðal heildar- Útreiknað geislun á % af varmastreymi Mælt varmastreymi dag(-7%) heildar- á tímabilinu sem % af Tímabil (kal/cm2) geislun á 2lh m (kal/cm2) Kal/cm2 útreiknuðu 21/5-14/6 80 458 12,3 1408 1310 93 15/6-19/8 80 372 15,1 3654 2004 55 26/5-24/6 81 389 10,1 1165 1200 103 22/6-20/7 82 407 15,8 1800 1660 92 21/7-20/8 82 311 15,4 1487 -110 -7 522-ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.