Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1983, Side 20

Ægir - 01.10.1983, Side 20
SÚREFNISMETTUN (%) á 8 m 25 11. mynd. Súrefnismettun á8m dýpi og kísilstyrkur á9 m dýpi á mis- munandi tímum á árabilinu 1978-1983. 'Samsvarandi breytingar urðu á súrefnismettun, eins og sýnt er á 11. mynd. Mettunin var um 13% á 9 m dýpi árið 1978, en næstu árin varð þar súrefnissnautt að kalla. Örlítil en marktæk hækkun kom svo fram að nýju árið 1982. Kísilstyrkur í dýpsta hluta vatnsins sýndi einnig áþekka mynd, þ.e. aukningu með minnkandi súrefnisstyrk, og skýrist af vaxandi upp- leysingu á kísli úr kfsilþörungaleifum. Það er von okkar, að þær upplýsingar, sem fengist hafa við rannsóknir á þessu sérstæða vatni, megi koma að hagnýtu gagni. Ólafsfirðingar hafa nú reynt að notfæra sér hinn tiltölulega heita sjó í efri hluta salta lagsins til þess að auka vaxtarhraða hjá laxaseið- um fyrri hluta sumars. Hugsanlegt er, að hliðstæð vatnakerfi megi finna víðar hér við land, og jafnvel ekki útilokað að koma megi upp slíkum neðansjávar- gróðurhúsum, þar sem aðstæður eru hentugar. Heimildir: Anderson, G.C. 1958. Some Limnological Features of a Shallow Saline Meromictic Lake. Limnol. Oceanograph. 4: 259-270. Árni Magnússon 1712. Jarðabók. BjarniSæmundsson 1901. Fiskirannsóknir 1900. Andvari, 26. árg. Eggert Ólafsson 1772. Vice-Lavmand Eggert Olafsens og Land- Physici Biarne Povelsens Reise igiennem Island II. Soröe. Gaarder, T. og R. Spárck 1932. Hydrographisch-biochemische Untersuchungen in norwegischen Austern Pollen. Bergens Museum Árbok 1932, Naturvidenskapelig rekke, Nr. 1,144 bls. Helland-Hansen, B. 1908. Die Austernbassins in Norwegen. Int. Rev. ges. Hydrobiol., Hydrogr. 1: 554-573. Unnsteinn Stefánsson og Björn Jóhannesson 1978. Miklavatn í Fljótum. Náttúrufræðingurinn 48,1-2: 24-51. Þorvaldur Thoroddsen 1898. Ferðir á Norðurlandi 1896 og 1897. Andvari, 23. árg. FISKVERÐ Hörpudiskur og rækja: Nr-17,1983 Verðlagsráð sjávarútvegsins og yfirnefnd þess hafa ákveðið eftirfarandi lágmarksverð á hörpudiski og rækju frá 1. október 1983 til 31. janúar 1984: Hörpudiskur í vinnsluhæfu ástandi: kr a) 7 cm á hæð og yfir, hvert kg ............... 8,80 b) 6 cm að 7 cm á hæð, hvert kg .............. 7,15 Verðið er miðað við að seljendur skili hörpudiski á flutn- ingstæki við hlið veiðiskips og skal hörpudiskurinn veginn á bílvog af löggiltum vigtarmanni á vinnslustað og þess gætt að sjór fylgi ekki með. Verðið miðaðst við gæða- og stærðarmat Framleiðslu- eftirlits sjávarafurða og fari gæða- og stærðarflokkun fram á vinnslustað. Rækja, óskelflett í vinnsluhæfu ástandi: kr. a) 160 stk. og færri í kg, hvert kg............. 20,00 b) 161 til 180 stk. í kg, hvert kg................ 17,50 c) 181 til 200 stk. í kg, hvert kg ............... 17,00 d) 201 til 220 stk. í kg, hvert kg................ 16,00 e) 221 til 240 stk. í kg, hvert kg................ 14,50 f) 241 til 260 stk. í kg, hvert kg ............... 13,50 g) 261 til 290 stk. í kg, hvert kg................ 13,00 h) 291 til 320 stk. í kg, hvert kg.............. 11,00 i) 321 til 350 stk. í kg, hvert kg ............. 9,00 j) 351 stk. og fleiri í kg, hvert kg ........... 5,50 Verðflokkun byggist á talningu Framleiðslueftirlits sjáv- arafurða eða trúnaðarmanns, sem tilnefndur er sameigin- lega af kaupanda og seljanda. Verðiðer miðað við, aðseljandiskili rækju áflutningstæki við hlið veiðiskips. Reykjavík, 30. september 1983. Verðlagsráð sjávarútvegsins. 524-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.